Leita í fréttum mbl.is

Heimilin eru að brenna inni á tíma

Kreditkortavelta janúar 2010Í fyrsta sinn (frá 31.1.2001, en viðkomandi skjal Seðlabankans nær ekki lengra aftur) er kreditkortavelta hærri en debetkortavelta, eða 52,4% af heildar kortaveltu fyrir janúar 2010. Þetta gefur vísbendingu um lausafjárerfiðleika sem geta fljótlega orðið að allverulegri krísu.

Hægt er að skoða þessar tölur betur hér: Payment intermediation

Aðgangur er frír að vanda. Legg til að þeir sem fari þarna inn slökkvi á fyrstu þremur línunum (rauð, blá, græn), en þetta er gert með því að smella á punktana t.v. við grafið. Setjið svo grafið í MAX (undir grafi).


mbl.is Er framtíð fyrir íslenskt viðskiptalíf?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég hef allann tímann notað mitt kretitkort og mun halda því áfram. Finnst raunar að ég haldi betur utan um mín fjármál með þeim hætti, heldur en að nota lausafé/seðla og mynnt.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 15.2.2010 kl. 20:35

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Í upphafi Hrunsins kom hingað til Land Alþjóða Gengismála Sjóðurinn, hvert hlutverk er að stilla gengi miðað við breytt vöruviðskipti við helstu viðskipaaðila þess ríkis þar sem peningamagn í umferð hefur dregið úr viðmiðunar eftirspurn eftir innflutningi. 

Þar sem fjárfestingar í gengnum Íslensk útibú hættu í EU þá var eðlilegt að kaupendur krónubréfa svo sem þjóðverjar drægju úr eftirspurn og krónan féll um 40% gegn evru. Það merkir að útflutningur frá EUhækkar um 66% í krónum. Einnig til að bjarga fjármálakostnaðinum átti að beita tveimur meiriháttar skattaþrengingum.  Það þarf engan gáfu mann til segja til um afleiðingarnar: almenna greiðslu erfiðleika. Það var ekki nema lítill hluti þjóðarinnar sem gata braskað með þriðja hluta úrborgaðra laun í gamla fjármálageiranum, sem þurfti því bara að draga úr braski en ekki neyslu.

Þessi greiðslu erfiðleikar munu ágerast af svipuðum hraða og fasteignverð rauk almennt upp í úr 15% um 2004 upp í 50% 2007 yfir byggingarkostnað. Sannanlegt strax 2005 að hrun var óumflýjanlegt.

Krappi vísisferilisins segir fyrir um hækkunar hraðan. 

Margir hafa greitt núverandi lífskjör niður með séreignalífeyrissparnaði og sparifé aðeins betur settra ættingja og vina. Þetta fé er nú að þrotum komið. Gengið verður fast til 2014 ef spá IMF gengur eftir.

Einstaklingar yfir 1.000.000 í heildar mánaðartekjur [vexti og þóknun hlunnindi með talið] eða par yfir 1.500.000 upplifa þetta ekki eins hratt.  

Júlíus Björnsson, 15.2.2010 kl. 20:55

3 identicon

Heill og sæll; Snorri Hrafn - sem og, þið önnur, hér á síðu hans !

Gjalda skulum við; varhug öllum, gagnvart þeim Seðlabanka mönnum, gott fólk - sem og, ætluðum upplýsingum þeirra.

Þeir eru jú; hluti af því skítuga stjórnarfari, hvert; við þurfum að fara að einhenda okkur í, að losna við, áður en frekari skaða veldur.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason 17.2.2010 kl. 00:35

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég tel best að nota bæði Debet og Kredit kort, peningar í seðlum á nútíma formi eru Debetkort.

Kredit er krít í betur settum Ríkum EU [almennt fjárlæsi gott] er álitið að liðið sem notar Kredit kort í matvæla viðskiptum að hækka verðlag og lækka kaupmátt sinn á árs grundvelli. Hér er því miður ekki veittur staðgreiðsluafsláttur í matvöruverslunum eftir að sumir náðu yfir ráðum í fjármálgeiranum.   

Júlíus Björnsson, 17.2.2010 kl. 01:08

5 Smámynd: Snorri Hrafn Guðmundsson

Heil og sæl öll,

Það er hægt að nota kreditkort vel og skipulega en ég óttast að sá hópur sé í minnihluta. Þessar tölur miðast við 481.422 útgefin debetkort og 400.856 kreditkort og deilist veltan niður í 115.398 á debetkort og 113.332 á kreditkort. Þar sem SÍ hætti að birta fjölda fyrirtækjakorta er ekki hægt að áætla meðalveltu á mann með nokkru vitrænu móti. Ég hefði áhuga á því að þessar tölur væru áfram birtar. Hlutfall kreditkorta í umferð af heildarkortafjölda er svo 63,4% og hefur stóraukist frá júlí 2009 þegar sama hlutfall var 52,6%.

Allt þetta gerir mig verulega uggandi um að margir séu að notfæra sér kreditkort sem síðasta úrræði.  Sé það raunin er ekki langur tími til stefnu.

Snorri Hrafn Guðmundsson, 17.2.2010 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Snorri Hrafn Guðmundsson
Snorri Hrafn Guðmundsson
MBA í markaðsfræðum og greiningum frá Suffolk University, Boston (1997).

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband