Leita í fréttum mbl.is

Kortavelta júní 2008

PmtIntA_July142008Aukning debetkortaveltu milli mánaða mælist 2,65% en kreditkorta 5,56.  Þetta viðbótarmælikvarði við raunvirðisútreikninga þar sem það gefur beina vísbendingu um stöðu fjárhags heimilanna.  Aukist kreditkortavelta jafnt og þétt umfram debetkortaveltu segir það til um minnkandi ráðstöfunarfé sem aftur kemur inn í vanskilahlutfall FME.

Uppsöfnuð aukning á debetkortaveltu frá janúar 2001 mælist 106,76% en á kreditkortaveltu 118,37%.  Uppsöfnuð kreditkortavelta sker debetkort í september 2007 (skaust yfir í janúar 2007 vegna jólainnkaupa).

PmtIntB_July142008Þessi mælikvarði gefur sterka vísbendingu um lausafjárstöðu heimilanna. Til þess að átta sig á hversu geigvænleg þessi þróun er, þá ber að geta að uppsöfnuð aukning á debetkortaveltu frá janúar 2001 til júní 2006 mældist 45,06% en á kreditkortaveltu 21,59%.

Hlutfall debet- og kreditkortaveltu af heildar kortaveltu sýnir hversu hættulegt ástand er að skapast.  Hlutfall debetkorta (55,46%) lækkar óðfluga á meðan kreditkortin (44,54) sækja í sig veðrið. Í júní 2006 mældust debetkort 64,27% af heildar kortaveltu en kreditkort 35,73%.

PmtIntC_July142008Samanburður á milli ára sýnir vel hversu hlutfall debetkorta af heildar kortaveltu dregst saman. Eru allar líkur á því að gildin fyrir 2008 (fjólublár stöpull) fari vel undir 2007 (grænn stöpull).

 

 

PmtIntD_July142008Á sama hátt sést hröð aukning kreditkorta vel þegar mánuðir eru bornir saman.

 


mbl.is Samdráttur í greiðslukortaveltu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Snorri Hrafn Guðmundsson
Snorri Hrafn Guðmundsson
MBA í markaðsfræðum og greiningum frá Suffolk University, Boston (1997).

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband