Leita í fréttum mbl.is

Afleiðingar aðgerða í Landsbankanum

unemploymentestimate_102008.pngÉg hef mikið velt fyrir mér afleiðingum aðgerða í Landsbankanum.  Skv. Vinnumálastofnun mælist atvinnuleysi fyrir júlí 2008 eftirfarandi:

  • Konur: 1.216; 1,6%
  • Karlar: 1.053; 1,0%
  • Samtals: 2.269; 1,2%

Áætlað atvinnuþátttaka:

  • Konur: 76.000
  • Karlar: 105.300
  • Samtals: 189.083

Sé uppsögnum Landsbankans, 550 manns, dreift jafnt á milli kynjanna má áætla atvinnuleysi í kjölfar þeirra aðgerða:

  • Konur: 2,0% (+22,6%)
  • Karlar: 1,3% (+26,1%)
  • Samtals: 1,5% (+24,2%)

Gerist hliðstæðir atburðir í Kaupþingi og Glitni verða áhrifin þessi:

  • Konur: 2,7% (+67,8%)
  • Karlar: 1,8% (+78,3%)
  • Samtals: 2,1% (+72,7%)

LAUNAMÁL

Tölur Hagstofunnar setja meðallaun í bankageiranum við 431 þúsund 31.12.2007.  Vantar þar inn laun kvenna í hlutastarfi.  Nú virðist sem laun hafi verið lækkuð í 300 þúsund og má þá áætla að áhrif uppsagna (gangi þetta yfir alla 3 bankana, 1.650 uppsagnir) á heildarneyslu hafi lækkað um 393 miljónir á mánuði.  Til samanburðar má geta að rekstrargjöld Reykjavíkurborgar voru 53,6 miljarðar 2006. Nema áhrif launalækkunar og uppsagna 24,8% af þeirri upphæð.

ÁHRIF Á VERSLUN

Séu þessar tölur vigtaðar inn í einkaneyslu eru áhrifin lækkun um 21 miljarð. Geta smásöluaðilar því gert ráð fyrir að kvenfólk dragi neyslu saman um 32,7% (kr. 53,499) á mánuði en karlmenn um 44,3% (kr. 55.713).

Smásöluaðilar geta beitt þessari aðferð við að áætla veltubreytingu eins og staðan er í dag:

  • Velta á vörum fyrir konur x (1 - 0,327)
  • Velta á vörum fyrir karla x (1 - 0,443)

Séu þessar stærðir ekki þekktar:

  • Velta á vörum x (1 - 0,377)

Þetta er afar gróf áætlun en á að verja þess aðila gegn birgðauppsöfnun. Það er raunar verulega erfitt að reikna þetta út með nákvæmni þar sem endalausir þættir spila saman, líkt og fjármagn sem læst er í peningabréfum og þak á greiðslukortanotkun. Forsendur eru auk þess bjagaðar þar sem ekki er unnt að fá upplýsingar sem stemma tímalega séð, en ég myndi gera ráð fyrir þessum veltusamdrætti a.m.k. á varningi sem ekki telst til brýnna nauðsynja. Birgjar og innflutningsaðilar geta beitt sama hlutfalli. Ég hvet smásöluaðila til þess að hafa álagningu í lágmarki eins og unnt er þar til við erum búin að venjast þessu breytta umhverfi.


mbl.is Baugur: Engin áhrif á starfsemina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Snorri Hrafn Guðmundsson
Snorri Hrafn Guðmundsson
MBA í markaðsfræðum og greiningum frá Suffolk University, Boston (1997).

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband