Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Nýtur trausts

Ég hef fylgst með MP um árabil og hef aðeins góða hluti um þá að segja.  Þegar útrásin var í fullum skrúði hreyfði MP sig hægt en markvisst.  Styrkár sem sér um greiningarnar býr auk þess yfir miklu innsæi ólíkt því sem sést hefur annarsstaðar.  Ég er því að þeirri skoðun að varfærni verði ráðandi þar sem hagur viðskiptavina sé tryggður.
 
Tek fram að ég er engan veginn tengdur MP en hef óhikað beint viðskiptavinum þangað enda hefur það gefið góða raun.  Sé ekki að það muni breytast með skákmeistara við stjórnvölinn.

mbl.is MP fær viðskiptabankaleyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framleiðni og bankastarfsemi

EUROSTAT SKILGREINING
"Labour productivity per person employed - GDP in Purchasing Power Standards (PPS) per person employed relative to EU-27 (EU-27 = 100)

Gross domestic product (GDP) is a measure for the economic activity. It is defined as the value of all goods and services produced less the value of any goods or services used in their creation. GDP per person employed is intended to give an overall impression of the productivity of national economies expressed in relation to the European Union (EU-27) average. If the index of a country is higher than 100, this country's level of GDP per person employed is higher than the EU average and vice versa. Basic figures are expressed in PPS, i.e. a common currency that eliminates the differences in price levels between countries allowing meaningful volume comparisons of GDP between countries. Please note that persons employed does not distinguish between full-time and part-time employment
."

laborproductivity01_2007.png

Tölur fyrir 2008 eru áætlaðar.

Ísland er að dragast nokkuð aftur úr öðrum norðurlöndum og hefur fallið undir EU-27 meðaltalið (gildi 99,9; -2,35%). Við sjáum aukna framleiðni 2003 - 2005, en svo fer hlutfallið lækkandi. Noregur trónir á toppnum (gildi 152,7; -1,29%). Þá koma Svíar (114,0; -1,13%) og svo Finnar (110,8; -0,98%). Danir eru farnir að nálgast EU-27 meðaltalið (104,5; -1,51).

Mest breyting á framleiðni mælist hjá Íslandi.

laborproductivity02_2007.png Ísland mælist með lægsta hlutfallslega framleiðni miðað við stórveldin og er ekkert athugavert við það. Bandaríkin hafa yfirburði (140,2; -1,75%) í samanburði við ES lönd, en Frakkar eru að standa sig betur innan Evrópu (122,3; -1,61%). Bretar eru talsvert lægri (109,3; -0,91) og Þjóðverjar (103,9; -1,70%) eru komnir talsvert nálægt EU-27 meðtaltalinu.

laborproductivity03_2007.pngÍ samanburði smáríkja mælist Ísland hæst. Þarnæst kemur Malta (89,0; -1,22%) og svo Kýpur (85,8; -0,35%).

Af Eystrasaltslöndunum stendur Eistland sig best (65,4; +1,08). Litháen kemur næst (62,7; +3,29%) og Lettland (54,5; 1,68%) rekur lestina.

Eftirtekt vekur að Eystrasaltslöndin sýna öll framleiðniaukningu og hafa ærið rými til vaxtar. Ísland verður þó að taka sig saman í andlitinu hvað framleiðni varðar, og má draga þá ályktun af þessum tölum að starfsemi bankanna hafi haft neikvæð áhrif á framleiðni þeirra landa þar sem umsvif þeirra voru hvað mest. Skoðum þetta í samhengi.

laborproductivity04_2007.png Ísland, Þýskaland, Holland og Bretland sýna lækkun á framleiðni á meðan Eistland rýkur upp (athugið að Eistland er á hægri ás). Ég veit ekki til þess að bankakreppa ríki í Eistlandi.

Þetta rennir stoðum undir þær grunsemdir að bankarnir hafi, í stað þess að efla  hagkerfin sem þeir starfa í, veikt þau. Hrun í framleiðni mælist hæst á Íslandi og þar hefur þessi starfsemi farið alveg úr böndunum. Svo kemur Þýskaland og þá Bretland. Þessi mæling er alveg í takt við það sem er að gerast á fjármálamörkuðum.

 

 


mbl.is Evru-ríkin ræða aðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afleiðingar aðgerða í Landsbankanum

unemploymentestimate_102008.pngÉg hef mikið velt fyrir mér afleiðingum aðgerða í Landsbankanum.  Skv. Vinnumálastofnun mælist atvinnuleysi fyrir júlí 2008 eftirfarandi:

  • Konur: 1.216; 1,6%
  • Karlar: 1.053; 1,0%
  • Samtals: 2.269; 1,2%

Áætlað atvinnuþátttaka:

  • Konur: 76.000
  • Karlar: 105.300
  • Samtals: 189.083

Sé uppsögnum Landsbankans, 550 manns, dreift jafnt á milli kynjanna má áætla atvinnuleysi í kjölfar þeirra aðgerða:

  • Konur: 2,0% (+22,6%)
  • Karlar: 1,3% (+26,1%)
  • Samtals: 1,5% (+24,2%)

Gerist hliðstæðir atburðir í Kaupþingi og Glitni verða áhrifin þessi:

  • Konur: 2,7% (+67,8%)
  • Karlar: 1,8% (+78,3%)
  • Samtals: 2,1% (+72,7%)

LAUNAMÁL

Tölur Hagstofunnar setja meðallaun í bankageiranum við 431 þúsund 31.12.2007.  Vantar þar inn laun kvenna í hlutastarfi.  Nú virðist sem laun hafi verið lækkuð í 300 þúsund og má þá áætla að áhrif uppsagna (gangi þetta yfir alla 3 bankana, 1.650 uppsagnir) á heildarneyslu hafi lækkað um 393 miljónir á mánuði.  Til samanburðar má geta að rekstrargjöld Reykjavíkurborgar voru 53,6 miljarðar 2006. Nema áhrif launalækkunar og uppsagna 24,8% af þeirri upphæð.

ÁHRIF Á VERSLUN

Séu þessar tölur vigtaðar inn í einkaneyslu eru áhrifin lækkun um 21 miljarð. Geta smásöluaðilar því gert ráð fyrir að kvenfólk dragi neyslu saman um 32,7% (kr. 53,499) á mánuði en karlmenn um 44,3% (kr. 55.713).

Smásöluaðilar geta beitt þessari aðferð við að áætla veltubreytingu eins og staðan er í dag:

  • Velta á vörum fyrir konur x (1 - 0,327)
  • Velta á vörum fyrir karla x (1 - 0,443)

Séu þessar stærðir ekki þekktar:

  • Velta á vörum x (1 - 0,377)

Þetta er afar gróf áætlun en á að verja þess aðila gegn birgðauppsöfnun. Það er raunar verulega erfitt að reikna þetta út með nákvæmni þar sem endalausir þættir spila saman, líkt og fjármagn sem læst er í peningabréfum og þak á greiðslukortanotkun. Forsendur eru auk þess bjagaðar þar sem ekki er unnt að fá upplýsingar sem stemma tímalega séð, en ég myndi gera ráð fyrir þessum veltusamdrætti a.m.k. á varningi sem ekki telst til brýnna nauðsynja. Birgjar og innflutningsaðilar geta beitt sama hlutfalli. Ég hvet smásöluaðila til þess að hafa álagningu í lágmarki eins og unnt er þar til við erum búin að venjast þessu breytta umhverfi.


mbl.is Baugur: Engin áhrif á starfsemina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minningargrein

Það hefur verið grundvallar hugsanaskekkja í rekstri bankanna sem ekkert hefur gengið að fá menn til þess að átta sig á.  Fáeinar reglur um rekstur fyrirtækja almennt:
 
1.  Stjórnendalínan á að hafa MBA þar sem sú menntun veitir bæði dýpri og víðtækari sýn á rekstur og markaðsskilyrði almennt.  Aðrar gráður eru sérsniðnar að öðrum hlutum og nýtist hver best á sínu sviði.  Það eru rangir menn í röngum stöðum og líkast því að taugaskurðlæknar séu gerðir að sjúkrahúsforstjórum.  Þetta er aðalorsök þess að bankarnir allir rúlluðu yfir (hef starfað fyrir tvo af þessum bönkum og sá glöggt það gat sem var í þekkingu stjórnenda á rekstri). Skammtímamarkmið voru ríkjandi (5 ár eða skemur fram í tímann) sem gengur ekki upp í rekstri af þessum toga.
 
2. Vöxtur er tryggður með því að efla viðskiptavini.  Með því að styrkja innlend fyrirtæki og hlúa að fjármálum almennings með uppbyggilegri fjármálaráðgjöf stæðu bæði bankar og landsmenn sterkum fótum.  Vöxtur væri þá beintengdur velgengi viðskiptavina og fjárhagsstaða landsins - og þ.a.l. bankanna - sterk. Í stað þess að fara hina vitrænu leið uppbyggingar, snerust aðgerðir bankanna að því að ná fé af viðskiptavinum með það að markmiði að efla sjálfa sig.  Þeir veiktu innlent hagkerfi og veiktu svo sjálfa sig með lántökum. Þegar kallið kom stóðu þeir því veikir fyrir.
 
3. Arðsemiskrafa banka á ekki að vera yfir 15%.  Þetta eru ekki gróðastofnanir heldur vaxtahvatar fyrir fyrirtæki á þeim mörkuðum sem þeir starfa.  Vaxi fyrirtækin eykst hagur almennings og innlán og velta eykst. Arðsemi yfir 30% eins og verið hefur er óeðlileg og merkir að það er eitthvað að undirliggjandi rekstri, einkum það að viðskiptavinir eru ekki látnir njóta góðærisins.  bankar þurf að vera stöðugir, sem merkir stöðugan vöxt yfir langt tímabil, ekki rjúkandi vöxt á augabragði sem endar á sprengingu.
 
4. Meirihlutaeigendum banka á að vera óheimilt að eiga í fyrirtækjum á markaði þar sem slíkt leiðir til undarlegra viðskiptahátta og stórhættulegra tengsla.  Fyrirtæki sem geta fallið í kjölfar bankaþrenginga eru fjölmörg. Bent hefur verið á þetta síðan 2005. Vilji meirihlutaeigendur banka eignast önnur fyrirtæki, þurfa þeir að selja ráðandi hlut þangað þar sem slík tengsl eru ekki til staðar.  Eins og málum var háttað hér, gerði þetta að verkum að fjármagn fór í hringi í stað þess að fara út í atvinnulífið. Eitt orð nær yfir það fyrirbæri - græðgi.
 
5. Ef markaðurinn styður ekki vöxt, flytjið starfsemina á stærri markað. Barn sem stækkar fær stærri fatnað.  Sama gildir um fyrirtæki, þar sem fatnaður þeirra er hagkerfið sem þeir starfa í.  Bankamenn hafa kvartað yfir aðstæðum hérlendis, krónuna, og Seðlabankann.  Allir vissu að að bankarnir væru orðnir of stórir fyrir íslenskt hagkerfi og hefði þjálfaður aðili með stjórnunargráðu og þekkingu á markaðsæðstæðum verið búinn að færa höfuðstöðvarnar fyrir lifandis löngu út og þannig verndað landið fyrir svona höggi.  Stjórnun felst samfélagslegri ábyrgð, en með vitlausa menntum (góða menntun, en ekki rétta til þess að stjórna svona apparati) gera menn sér enga grein fyrir þessu mikilvæga atriði.  Landsbankastjóri sagði í Kostljósi í gær að SÍ hefði átt að vera búinn að auka gjaldeyrisforðann.  Landsbankinn hefði átt að vera farinn úr landi 2004.  Sama gildir um hina.
 
Lýkur þetta umræðu minni um bankana og vitfirringsháttinn þar á bæ og kominn tími til að snúa sér að uppbyggingu enda ærið verkefni fyrir höndum.

mbl.is FME yfirtekur Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Snorri Hrafn Guðmundsson
Snorri Hrafn Guðmundsson
MBA í markaðsfræðum og greiningum frá Suffolk University, Boston (1997).

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband