Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Heildarskuldir heimilanna júní 2008

Lending01_07_2008Verðtryggð lán heimilanna dragast saman um 2,89% á milli mánaða á meðan gengisbundin lán aukast um 10,24%.  Í raun má nota þetta sem einskonar mælikvarða á hversu vel landinn treystir krónunni:

A. Treysti hann henni tekur hann erlent lán á lægri vöxtum.

B. Treysti hann henni ekki velur hann verðtryggt lán á innlendum ofurvöxtum.

Þegar um langtímalán er að ræða flækist málið. Röksemdafærslan hingað til hefur verið þessi:  "Viltu frekar borga hærri vexti eða lægri?"

Lending01b_07_2008Sé áhugi fyrir lægri vöxtum, þá liggur leiðin í gengisbundið lán. Þetta er skammtímarökfræði sem er vafasöm, einkum í ljósi þess að þegar þessi lán eru tekin er krónan sterkari en nokkru sinni fyrr og vextir himinháir.

Þegar litið er á stöðuna finnst manni líklegt að krónan veikist og vextir verði lækkaðir á lánstímabilinu, jafnvel svo verulega að höfuðstóll erlendu lánanna sem talin voru hagkvæm margfaldist. 

Lending02_07_2008Hjá fyrirtækjum aukast verðtryggð lán um 9,00% á milli mánaða á meðan gengisbundin lán aukast um 15,01%.

Veitufyrirtæki (rafmagn, orka, og vatn) draga úr gjaldeyristengdum lánum en auka verðtryggð.

 

Lending03_07_2008 Yfirdráttur landans gefur tilefni til aukinnar bjartsýni, en hann dregst saman um 7,78% á milli mánaða. Sem hlutfall af heildaryfirdrætti eykst hann um 11,38%, en það táknar að atvinnulífið er að taka eigin fjárhag föstum tökum og losa sig við há vaxtagjöld.

Nú þurfa heimilin að losa sig við yfirdráttinn og draga úr greiðslukortanotkun og þá ættu fjármál heimilanna að komast í lag. Til þess þurfa bankarnir að koma til móts við viðskiptavini sína á einn eða annan hátt því það er ekki þeim í hag að missa viðskiptavini vegna óyfirstíganlegra fjármálaörðugleika sem þeir sjálfir eiga einhverja sök á að hafa skapað.

Lending04_07_2008Heildarstaða útlána sýnir að fyrirtækin eru að stórauka lántöku. Þetta þýddi eitt sinn að útrásin væri í fullum blóma, en nú táknar þetta að öllum líkindum að þau berjist í bökkum.

Aukning á lántökum fyrirtækja mælist 12,46% a milli mánaða en aðeins 0,69% hjá heimilum (breyting á hluta þess sem flokkast undir íbúðalán mælist -3,67%).

Þetta eru áhugaverðir tímar fyrir þá sem hafa gaman af því að velta talnarunum fyrir sér, en líklega miður skemmtilegir fyrir marga aðra.


mbl.is Skuldir heimila breyttust lítið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjárfestingarhalli

FDI2007Eins og sést ríkir fjárfestingarhalli á landinu. Meira fé streymir út en kemur inn. Sú þróun fer að snúast við, enda búið að opna greiða leið fyrir erlenda fjárfesta að skoða innlendan markað auk þess sem gengi krónunnar býður þeim afsláttarkjör. Það má spyrja sig að því hversu viturlegt sé fyrir innlenda fjárfesta að dæla fé úr landi í stað þess að byggja upp sterkt atvinnulíf innanlands. Lífeyrissjóðir ættu sérstaklega að taka til athugunar hvernig fé sjóða á einkamarkaði sem þeir fjárfesta í sé varið, því ef stór hluti áhættufjárfestinga fer erlendis brýtur það niður innlenda atvinnusköpun.

Graf tvö sýnir hvernig innlendur markaður lítur út fyrir erlenda aðila. Sé fasteignamarkaðurinn tekinn sem dæmi, er ódýrara fyrir þá að kaupa sér fasteign hér nú en þegar krónan var sem sterkust. Þetta ætti að valda auknu innstreymi fjármagns og fara fjölmiðlar þá væntanlega að tala um innrásir í stað útrása.

FDI2007bÚtskýringar á grafinu hér við hlið:

Græn lína. Gengi EUR/ISK.

Blá súla: Meðalsamningsupphæð á fasteignamarkaði höfuðborgarsvæðisins.

Rauð lína: Samningsupphæð snúið í EUR á gengi dagsins í dag (Today's rate).

Blá lína: Samningsupphæð snúið í EUR á gengi dagsins sem samningsupphæð er birt (Same day rate).


mbl.is Fjárfesting erlendis aldrei verið meiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kortavelta júní 2008

PmtIntA_July142008Aukning debetkortaveltu milli mánaða mælist 2,65% en kreditkorta 5,56.  Þetta viðbótarmælikvarði við raunvirðisútreikninga þar sem það gefur beina vísbendingu um stöðu fjárhags heimilanna.  Aukist kreditkortavelta jafnt og þétt umfram debetkortaveltu segir það til um minnkandi ráðstöfunarfé sem aftur kemur inn í vanskilahlutfall FME.

Uppsöfnuð aukning á debetkortaveltu frá janúar 2001 mælist 106,76% en á kreditkortaveltu 118,37%.  Uppsöfnuð kreditkortavelta sker debetkort í september 2007 (skaust yfir í janúar 2007 vegna jólainnkaupa).

PmtIntB_July142008Þessi mælikvarði gefur sterka vísbendingu um lausafjárstöðu heimilanna. Til þess að átta sig á hversu geigvænleg þessi þróun er, þá ber að geta að uppsöfnuð aukning á debetkortaveltu frá janúar 2001 til júní 2006 mældist 45,06% en á kreditkortaveltu 21,59%.

Hlutfall debet- og kreditkortaveltu af heildar kortaveltu sýnir hversu hættulegt ástand er að skapast.  Hlutfall debetkorta (55,46%) lækkar óðfluga á meðan kreditkortin (44,54) sækja í sig veðrið. Í júní 2006 mældust debetkort 64,27% af heildar kortaveltu en kreditkort 35,73%.

PmtIntC_July142008Samanburður á milli ára sýnir vel hversu hlutfall debetkorta af heildar kortaveltu dregst saman. Eru allar líkur á því að gildin fyrir 2008 (fjólublár stöpull) fari vel undir 2007 (grænn stöpull).

 

 

PmtIntD_July142008Á sama hátt sést hröð aukning kreditkorta vel þegar mánuðir eru bornir saman.

 


mbl.is Samdráttur í greiðslukortaveltu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Snorri Hrafn Guðmundsson
Snorri Hrafn Guðmundsson
MBA í markaðsfræðum og greiningum frá Suffolk University, Boston (1997).

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband