12.3.2011 | 02:03
Blása þetta burt eða hvað?
Rak augun í slóðina: http://mbl.is/frettir/innlent/2011/03/11/kynna_ROK_gegn_icesave/
Á að hanna risavaxinn vindbelg og blása málið út á haf?
![]() |
Kynna rök gegn Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Tenglar
Mínir tenglar
Ég
Viðskipti
- IceStat Market Intelligence Ráðgjöf og greiningar
- Myndrænn gagnagrunnur Frítt gagnasafn
- facebook Fréttaveita
- Twitter Fréttatilkynningar
- WordPress Á ensku
Tónlist
Tónlistarspilari
Af mbl.is
Innlent
- Hlýjasta aprílbyrjun aldarinnar
- Mótmæla brottvísun Oscars
- Töluvert magn fíkniefna á Húsavík
- Bora tvo kílómetra í leit að vatni fyrir Hafnarfjörð
- Strandaglóparnir komast að óbreyttu heim í kvöld
- Erfiður vetur og veikindi enn mikil
- Stútur reyndi að snúa við á ölvunarpósti
- Þjóðin öll upplifði hann sem vin sinn
Athugasemdir
Steingrímur, Jóhanna og Darling vita nákvæmlega hvert Icesafe peningarnir fóru.
Það er lágmarkskrafa og lágmarks kurteisi að upplýsa þjóðina fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um það. Fyrst þeim finnst sjálfsagt að við borgum.
Ef það er ekki hægt hangir eitthvað rotið á spítunni. Og á meðan alt er enn í felum með Icesafe væri heimska að segja já.
Það hefur lygasaga ríkisstjórnarinnar í málinu kennt mér.
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 12.3.2011 kl. 13:24
Það er svolítið undarlegt á ferð á Íslandi. Það sé verið að endurreisa bankana með svipaðri aðferðarfræði og beitt var í einkavæðingarferlinu og stjórnendur ráðnir sem eru með vægast sagt vafasaman bakgrunn. Enn og aftur sanna Íslendingar að þeir hafa hvorki vit á bankarekstri né þekkingu á því hvernig byggja eigi upp sterka banka til lengri tíma litið.
Þessi stefna leiðir beint í annað hrun.
Snorri Hrafn Guðmundsson, 12.3.2011 kl. 14:58
Einmitt gera progressive vaxta kröfu á flata tekjustofna. Eiga ekki eitt Prime veðlánasafn.
USA Prime íbúðarlán seljast með afföllum sem eru um 3,0% fyrir hvert ár ára sem eftir er bréfinu. Fastir nafnvextir. Ef þetta væri svo með viðbóta verðtryggingu, þá ætti ekki að taka nein afföll.
Hér koma fram eftir hrun 50% afföll. Það þýðir veðfals ef erlendir hafa misskilið búðlánaformið hér.
Aðilar á Íslandi tryggðu ekki að reiðuféð yrði eftir í UK til að greiða vildarvinum þar. Þessir aðilar eru ekki prinsippmenn.
Málið var að úttekt var gerð á veðsöfnum hér 2004 og þá mátti alveg framreikna að allt myndi hrynja. Progressive raunvaxta krafa á flata tekjustofna í 30 ár. Geðveikt.
Júlíus Björnsson, 14.3.2011 kl. 15:12
Magnað vægast sagt. Mér finnst alltaf jafn fyndið að sjá innlendum bankana og fyrirtækin hegða sér eins og þau séu einskonar Fortune 500 batterí. Markaðsstærð landsins er á við úthverfi í Bandaríkjunum.
Það þarf að keyra bankana á allt örðum forsendum og ég var að vonast til þess að okkur bæri gæfa til þess að nýta afl þeirra til þess að virkja atvinnulífið, ekki eyða því út.
Snorri Hrafn Guðmundsson, 14.3.2011 kl. 16:24
Á frjálsum vsk markaði í almennu neytenda góðæri hækkar verða á hlutabréfum vsk. fyrirtækja. Eftirspurn þeirra eftir banklánum minnkar, og ákveðinn hluti neytenda fer að leggja meiri fé inn í banka.
Þá lækkar ábyrgur banki innlánsvexti og hækkar skammtíma útlánsvexti að mínu mati.
Hér er ég þarf af leiðandi ekki búinn að upplifa neytt af frjálsri markaðahyggju. Á Íslandi er miðalda Ríkisbúskapur.
Júlíus Björnsson, 14.3.2011 kl. 21:22
Við þetta bætist sú undarlega tilhneiging banka að reyna að hafa af viðskiptavinum fé í stað þess að hjálpa þeim að auka veltuna. Í fyrra tilviki hagnaðst bankinn ágætlega til skemmri tíma, en síðara tilvikið leiðir til sterkrar langtímastöðu þar sem vöxtur bankans endurspeglar vöxt viðskiptavinanna. Mér finnst sú áhersla ekki vera til staðar.
Snorri Hrafn Guðmundsson, 18.3.2011 kl. 04:11
Sú áhersla er alls ekki til staðar eftir að Bankar voru gerðir að stór skattgreiðendum í nafn einkavæðingar. Þetta er að mínu mati fölsk hægri stefna og í samræmi við að Ríkið sé aðal atvinnuveitandinn. Bankarnir hér eru í framkvæmd í samkeppni [keppa saman um sýna sem mestar vaxtaskattatekjur á öllum tímum ]. Ef ríkið á bankanna bitnar það á fylgi flokkanna ef vaxtaskattatekjur hækka.
Þegar þjóðartekjur er reiknaðar þá er það útskýrt af ekki-kommúnistum að fjármagnstekjur af lánum, með talið af sparnaði svo sem sparireikningum hlutabréfum og veðbréfum séu reiknaðar til mats á þeim. N.b. það er í bókhaldslegu samhengi tvítalning því rauntekjur eru upprunar í virðisaukatekjum. Það er þjóðartekjur eru heildar summa allra vsk [sölu] reikninga inn sömu efnahagslendu á uppgjörstímabili.
Tekjur ríkisins er heldur ekki taldar til þjóðartekna, nema vegna sölu upplýsinga.
Til að meta raunþjóðartekjur í samanburði milli efnahagslenda þá eru þjóðartekjur líka afskrifaðar metnar niður, vegna milliríkja fjármagnsviðskipta sér í lagi.
Hvað kapitalistku markaðaríkin telja til raunsölutekna er örugglega meðaltal af verðum á vöruflokki miðað við stöðuga eftirspurn á uppgjörstímabili. Því stæra uppgjörs tímabil því meiri áreiðanleiki um raunvirðis mati. Medum term 5 ár mun vera lágmarks viðmiðunar tíma bil til samburðar. 30 ár mun vera fullnægjandi í milli efnahagslenda samanburði.
Prinsipp i efnahagslegu samhengi eru alltaf þau sömu fyrst hámarka innri virðisauka [þetta þykir nærtækast hjá þeim sem teljast með þeim greindri í heimum] eða sölutekjur. Síðan lámarka áhættuna af skammtíma og langtíma ytri sölutekjum [þetta þykir erfiðara og krefst mikillar útsjónarsemi og fyrirhyggju og sérhæfingar].
Gera greinamun á lávirðisauka sem helgast keppnisgrunni það er lágmarka verðin á orku og hráefnum meðtalið kostnaðinum við útvegun þeirra og hámarka hávirðisauka sem tengist tækni og fullvinnslu kostnaði og sölukostnaði innan efnahagalögsögu.
Galdur er að viðhalda innri hávirðisauka á öllum tímum tryggja stöðuga eftirspurn í heildina litið [nýir vöruflokkar kom í stað þeirra sem úreldast]. Til þess eru peningum dælt út í samfélagið til að tryggja innri sam eða viðskipti. Efla tækifærunum. Beina sparaði í kaup á eigin húsnæði og tryggja að eigandinn viðhaldi því: viðhaldskostnaður er hliðstæður nýbyggingarkostnaði eykur vermæti veða hinsvegar eru raun virði eldri bygginga sem viðhaldið er öruggara en þess sem er í byggingu. Beina sparnaði í að fjármagna sem flest fyrirtæki sem tryggja stöðuga almenna eftirspurn eftir hávirðisauka.
Alls ekki að geyma fjármagn í bókhaldi sem ekki er til komið vegna sölutekna heldur láta það vera í stöðugri framboðs og eftirspurnarveltu.
Bankar í heildar samhengi eiga vera varasjóðir til að mæta sveiflum í rekstrareiningum allra í samfélagi. Því minni varasjóðir því minni sveiflur.
Börnum efnamanna hér áður fyrr var kennt að setja aura i grís, en passa sig að breytast ekki í einn [tæma reglulega]. Það er alltaf gott að eiga smá varsjóð og að eiga fyrir útborgun á að borga sig.
Prime veðalánsjóðir eru bestu verðtryggginasjóðir sem þekkjast og þess vegna bestu varasjóðir vegna verð sveiflna um línu sem stundum að meðaltali í þroskuðum ríkjum hallast upp á við.
Þessir sjóðir eru langtíma grunnur og endurspegla lávirðisauka innan efnahagslögsögu. Prime vegna þess að lánin greiðast niður að nafnverði afföll vegna greiðslu áhættu og verðbólgu minnka með aldri. Þegar lánað er með 30 ára veðbindingu þá er lánsupphæð ekki meira en 80% [var 66% prósent] af raunvirði miðað við nýbyggingarkostnað á fasteigninni sem er keypt. Hinsvegar er lánið með tekjur og áhættutryggingu í ríkjum þar sem verðbólga er ráðgerð 90% á 30 árum Það er greiðslu skuldin að raunvirði á útgáfu degi 160% af raunvirði baktryggingarinnar. Þess vegna eru bréfin talin full þroskuðu eftir 10 til 15 ár.
Hvernig lánsupphæð og vöxtum er dreift á gjalddaga er samkomulags atriði á ekki að skipta öruggan greiðanda neinu máli. Þar sem honum ber bara að greiða skuldir sínar á umsömdum gjalddögum.
Eftir kreppuna miklu 1920 voru engin velta í skammtíma lánum gagnvart almenningi í heiminum og millistéttin fékk 30 ára starfsæfislán til að kaupa eigið húsnæði, til að Bankar auðmanna gætu verðtryggt varasjóði sína eða sinna stórveltu viðsiðskiptavina.
Þess vegna er upplagt að dreifa verðbótum mest fyrst þegar verið er að stofna nýja sjóði, í þágu lánadrottins á 1. veðrétti. og þegar verið er að koma út úr kreppu.
Svona sjálfbærir sjóðir eru yfirleitt 100% af veltu lífeyrissjóða almennra launþega. og minnst 10% af meltu Banka, óveðsett eignasafn, skrautfjöður í eignasafna möppunni. Aðal atriðið er að halda verðtryggðu rúmtaki þeir stöðugu. Þessir sjóðir geta svo af þarf afskrifað í minni Prime varasjóði.
Bankar munu líka í dag verða með um 90% af veltu í veðsöfnum ef meðal aldur er 30 ár ár er innstreymið á hverju ári um 90% /30 aða um um 3.0 % heildveltu. 10% af veltunni sparnaðurinn er í minnst 80% í eigu launþega á flötum launum sem eiga um um 30 % af upphæðinni eða um 3,0% af heildarveltu. Þetta er bindiskyldan í USA. Það sem alltaf þarf að vera til ef kemur til greiðslu þrots. Þá þarf að staðgreiða fjöldanum.
Banki sem hefur ekki efni á eiga 3,0% af veltu í reiðufé, er phonie. Íslendingar eru vanir að horfa í heildar aflann: magnið. Greindir til langframa horfa í prinsipp og þúfuna sem veltir hlassinu. Ég segi eins og Alvöru erlendir fjármálmenn segja Íslendingar eiga að einbeita sér að sem þeir gera best. Láta aðra um prinsipp og smáatriði.
http://www.rte.ie/player/#v=1094103
Ef Íslendingar skilja fjármála umræðuna hér og bera hana sama við umræðuna hér, áherslur og orðaval eða orðaforða. Þá verða þeir að viðurkenna að þeir eru eins og Beljur á svelli í að halda efnahagslegu jafnvægi í bókhaldslegum skilningi. Darling hefur reynslu í að hlusta á aðila. Á tímum Forn Grikkja heyrðu menn það orðræðu manna hverjir voru phonie eða ekki. Við eru mörg [fá í samanburði] sem hlustum í dag í heiminum. Asnar hlusta ekki eða tossar. Þeir vita allt betur en aðrir. 10% heimsins eru yfirgreind í fæðingu og ég tel að 10% af þeim þroskast í framhaldi reynslulega séð. Þetta kallast sérstakir persónuleikar erlendis.
Eðli fjármála er þannig að ekki er hægt að kenna hvað þau eru einföld. Það vita ættarveldin.
Júlíus Björnsson, 18.3.2011 kl. 13:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.