Leita í fréttum mbl.is

Fjárfestingarhalli

FDI2007Eins og sést ríkir fjárfestingarhalli á landinu. Meira fé streymir út en kemur inn. Sú þróun fer að snúast við, enda búið að opna greiða leið fyrir erlenda fjárfesta að skoða innlendan markað auk þess sem gengi krónunnar býður þeim afsláttarkjör. Það má spyrja sig að því hversu viturlegt sé fyrir innlenda fjárfesta að dæla fé úr landi í stað þess að byggja upp sterkt atvinnulíf innanlands. Lífeyrissjóðir ættu sérstaklega að taka til athugunar hvernig fé sjóða á einkamarkaði sem þeir fjárfesta í sé varið, því ef stór hluti áhættufjárfestinga fer erlendis brýtur það niður innlenda atvinnusköpun.

Graf tvö sýnir hvernig innlendur markaður lítur út fyrir erlenda aðila. Sé fasteignamarkaðurinn tekinn sem dæmi, er ódýrara fyrir þá að kaupa sér fasteign hér nú en þegar krónan var sem sterkust. Þetta ætti að valda auknu innstreymi fjármagns og fara fjölmiðlar þá væntanlega að tala um innrásir í stað útrása.

FDI2007bÚtskýringar á grafinu hér við hlið:

Græn lína. Gengi EUR/ISK.

Blá súla: Meðalsamningsupphæð á fasteignamarkaði höfuðborgarsvæðisins.

Rauð lína: Samningsupphæð snúið í EUR á gengi dagsins í dag (Today's rate).

Blá lína: Samningsupphæð snúið í EUR á gengi dagsins sem samningsupphæð er birt (Same day rate).


mbl.is Fjárfesting erlendis aldrei verið meiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Snorri Hrafn Guðmundsson
Snorri Hrafn Guðmundsson
MBA í markaðsfræðum og greiningum frá Suffolk University, Boston (1997).

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband