Leita í fréttum mbl.is

Framleiðni og bankastarfsemi

EUROSTAT SKILGREINING
"Labour productivity per person employed - GDP in Purchasing Power Standards (PPS) per person employed relative to EU-27 (EU-27 = 100)

Gross domestic product (GDP) is a measure for the economic activity. It is defined as the value of all goods and services produced less the value of any goods or services used in their creation. GDP per person employed is intended to give an overall impression of the productivity of national economies expressed in relation to the European Union (EU-27) average. If the index of a country is higher than 100, this country's level of GDP per person employed is higher than the EU average and vice versa. Basic figures are expressed in PPS, i.e. a common currency that eliminates the differences in price levels between countries allowing meaningful volume comparisons of GDP between countries. Please note that persons employed does not distinguish between full-time and part-time employment
."

laborproductivity01_2007.png

Tölur fyrir 2008 eru áætlaðar.

Ísland er að dragast nokkuð aftur úr öðrum norðurlöndum og hefur fallið undir EU-27 meðaltalið (gildi 99,9; -2,35%). Við sjáum aukna framleiðni 2003 - 2005, en svo fer hlutfallið lækkandi. Noregur trónir á toppnum (gildi 152,7; -1,29%). Þá koma Svíar (114,0; -1,13%) og svo Finnar (110,8; -0,98%). Danir eru farnir að nálgast EU-27 meðaltalið (104,5; -1,51).

Mest breyting á framleiðni mælist hjá Íslandi.

laborproductivity02_2007.png Ísland mælist með lægsta hlutfallslega framleiðni miðað við stórveldin og er ekkert athugavert við það. Bandaríkin hafa yfirburði (140,2; -1,75%) í samanburði við ES lönd, en Frakkar eru að standa sig betur innan Evrópu (122,3; -1,61%). Bretar eru talsvert lægri (109,3; -0,91) og Þjóðverjar (103,9; -1,70%) eru komnir talsvert nálægt EU-27 meðtaltalinu.

laborproductivity03_2007.pngÍ samanburði smáríkja mælist Ísland hæst. Þarnæst kemur Malta (89,0; -1,22%) og svo Kýpur (85,8; -0,35%).

Af Eystrasaltslöndunum stendur Eistland sig best (65,4; +1,08). Litháen kemur næst (62,7; +3,29%) og Lettland (54,5; 1,68%) rekur lestina.

Eftirtekt vekur að Eystrasaltslöndin sýna öll framleiðniaukningu og hafa ærið rými til vaxtar. Ísland verður þó að taka sig saman í andlitinu hvað framleiðni varðar, og má draga þá ályktun af þessum tölum að starfsemi bankanna hafi haft neikvæð áhrif á framleiðni þeirra landa þar sem umsvif þeirra voru hvað mest. Skoðum þetta í samhengi.

laborproductivity04_2007.png Ísland, Þýskaland, Holland og Bretland sýna lækkun á framleiðni á meðan Eistland rýkur upp (athugið að Eistland er á hægri ás). Ég veit ekki til þess að bankakreppa ríki í Eistlandi.

Þetta rennir stoðum undir þær grunsemdir að bankarnir hafi, í stað þess að efla  hagkerfin sem þeir starfa í, veikt þau. Hrun í framleiðni mælist hæst á Íslandi og þar hefur þessi starfsemi farið alveg úr böndunum. Svo kemur Þýskaland og þá Bretland. Þessi mæling er alveg í takt við það sem er að gerast á fjármálamörkuðum.

 

 


mbl.is Evru-ríkin ræða aðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Snorri Hrafn Guðmundsson
Snorri Hrafn Guðmundsson
MBA í markaðsfræðum og greiningum frá Suffolk University, Boston (1997).

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband