Leita í fréttum mbl.is

CCPMP

Mér líst þrælvel á þetta fyrirkomulag.  Grunar hvað muni gerast næst.
mbl.is CCP flytur bankaviðskipti til MP banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll  

Hmm, hver er grunur þinn Snorri?

Er forvitinn 

Gunnar Rögnvaldsson, 28.10.2009 kl. 17:22

2 Smámynd: Snorri Hrafn Guðmundsson

Grunurinn er á þessum nótum: ActivisionBlizzard Inc.

Það er óhagkvæmt að reka fyrirtæki á Íslandi í dag. Aðgengi að fjármagni er af skornum skammti. CCP gæti vel orðið hluti af ActivisionBlizzard samsteypunni.

Money morning

"Activision will release new titles for proven franchises such as “Modern Warfare” and “Tony Hawk.” The first “Modern Warfare” title, released in 2007, has sold 13 million copies worldwide and is one of the best-selling games on Xbox 360. The new “Tony Hawk” game represents the 12th installment in the series since it was started 10 years ago.

While sales of console games typically garner most of the attention, it is Activision’s “World of Warcraft” (WoW) playing the role of its single largest sales generator. In 2008, WoW accounted for $1.1 billion in revenue, or 38% of Activision’s total revenue. Sales from all of Activision’s console titles were $1.2 billion. WoW has more than 11.5 million subscribers, Activision said."

EVE myndi líklega smellpassa þarna inn enda er viðskiptalíkanið svipað og í WoW og Call of Duty Modern Warfare 2 sem kemur úr í nóvember.

Snorri Hrafn Guðmundsson, 29.10.2009 kl. 04:53

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll aftur og takk fyrir Snorri

“Það er óhagkvæmt að reka fyrirtæki á Íslandi í dag. Aðgengi að fjármagni er af skornum skammti”

Þetta hljómar sem sannleikur þegar þú segir þetta Snorri. Það er vegna þess að það er búið að staglast á þessu svo nógu oft að þetta er farið að hljóma eins og sannleikur . En er þetta nú reyndin?

1) fjárfestar vilja fjárfesta þar sem kostnaður er ekki himinhár og þar sem góðar hugmyndir geta vaxið og dafnað í góðu umhverfi. Markaðurinn er út um allt.

2) Það er hægt að hafa samband við fjárfesta í síma, pósti, með fundum, og í gegnum tölvur. Ísland hefur þetta allt.

3) Bankar eru lokaðir í t.d. ESB núna. Við vitum það því við förum með viðskiptavinu þangað og aðstoðum þá við að fá fjármögnun til fyrirtækja sinna. Það er allt mikið lok og læs núna og verður það lengi áfram.

4) Aðgengi að fjármagni fyrir íslensk fyrirtæki er alltaf best á Íslandi. Þetta er mjög einfalt mál. Þetta er svona fyrir alla í öllum löndum. Heimamenn fá yfirleitt fyrst og mest. Ethnical networking virkar óskaplega vel, ef ekki langsamlega best í sambandi við peninga og öflun fjármagns. Þar á eftir kemur venjulegt business networking.  

5) Fyrst íslensk fyrirtæki kveiktu í svona miklu fjármagni í síðustu uppsveiflu þá hefur það ekki aukið á hróður þeirra erlendis. Brunarústir og yfirgefnar byggingar eru út um allt. Ekki var einusinni hirt um að loka sómasamlega niður. Þetta er brennimerking sem fyrirtækin verða að ná af sér. Þetta tekur tíma.

6) Ekkert, ég endurtek, ekkert stoppar fjárfesta frá því að fjárfesta í fyrirtækjum sem eru lofandi. Ef það er eitthvað sem stoppar þetta þá eru það eigendur fyrirtækjanna sjálfir eða þá að concept-þróun, concept-design og concept-bullet-proofness fyrirtækisins er ekki fullunnið eða hálfkarað.

7) Það sem háir íslenskum fyrirtækjum áberandi mikið er sjálf concept þróunin. Hún er oft illa unnin og gefur utanaðkomandi aðilum mikil tækifæri á að skjóta þau niður í samkeppninni.

8) Það er offramboð af næstum öllum vörum í heiminum í dag. Svo fyrirtækin verða að viðhafa eins konar “blue ocean strategy” sem borin er uppi af bullet-proof concpeti. Þetta vantar áberandi mikið hjá íslenskum fyrirtækjum. Það er svo auðvelt af kaffæra þau eða skjóta þau niður. Á meðan svona er verður alltaf erfitt að fá fjármagn nema hjá amatör-fjárfestum. En núna eru amatör fjárfestar á Íslandi útdauðir: þeir sáu nefnilega hvernig svo mörg íslensk fyrirtæki fórum með peningana þeirra og drápust eins og gorkúlur þegar vindar fóru að blása. Þau sterku með skotheldu conceptin standa ennþá og vantar ekki fjármagn. Flest vel rekin tæknifyrirtæki í dag gætu opnað banka núna því þau lærði svo mikið í dot.com bólunni. Þau eiga sand af peningum.

9) Þetta er harður skóli. Öll fyrirtæki eiga sér upphaf og endi. Fjarlægðin á milli upphafs og endi fyrirtækis veltur á hæfileikum stjórnenda þess til að breyta og aðlaga fyrirtækið að breyttum og nýjum aðstæðum.

10) Sú kynslóð peningamanna sem réði lögum og lofum á Íslandi undanfarin ár er DAUÐ! Hún er steindauð vegna þess að hún sannaði sig átakanlega mikið sem fábjánar og monthanar með hálm í heila stað. En það voru þó góð og sterk tré inn á milli. Þau hafa það gott núna.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 29.10.2009 kl. 07:40

4 Smámynd: Snorri Hrafn Guðmundsson

Mjög áhugavert.  Ég hef aðeins frábrugðna reynslu en ég er aðallega í sambandi við fjármagnseigendur fremur en banka sem eru ekkert annað en milligöngumenn, svo þeir koma aldrei inn í myndina.

Það sem ég meinti með að óhagkvæmt væri að reka fyrirtæki hér, er að með því að staðsetja fyrirtæki utan landsteinanna næst fram meira 'bang for the buck'. Ég er að leggja slíkt dæmi upp fyrir aðila þar sem stærstur hluti kostnaðar verður hér (sjálf vinnslan) en höfuðstöðvarnar verða það sem tekju- og fjármagnstekjuskattur er margfalt lægri. Með því móti hefur fyrirtækið meira fé til ráðstöfunar sem hægt er að setja aftur inn í reksturinn hér.

Það er of mikið að forriturum atvinnulausir sem mér finnst sorgleg sóun á mikilvægri auðlind. Það er sífellt verið að tala um mannaflsfrekar aðgerðir og nýsköpun sem sitt hvort dæmið. Það þarf ekki endilega að vera þannig. Íslenskir forritarar geta keppt við hvaða fyrirtæki sem er fái þeir nægilega góð skilyrði til slíks og orðið að mannaflsfrekum iðnaði þó svo hver eining fyrir sig sé smá í sniðum. Sá geiri hefur auk þess mun meiri vaxtamöguleika en stóriðja.

Tek annars heilshugar undir punktana sem þú lagðir fram.

Snorri Hrafn Guðmundsson, 29.10.2009 kl. 09:17

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þetta er alls ekki reynslan hér Snorri

Flest nýskapandi fyrirtæki hér eru ekki staðsett á dýru stöðum landanna - höfuðborgarsvæðum. Ísland býður uppá einstakt umhverfi. Þetta er samskonar umhverfi sem gerði t.d. textil-iðnaði Danmerkur kleift að lifa af á Herning/Ikast svæðinu. Þar eru allir í kall- og ökufæri frá hvor öðrum innan 15 mínútna. Bankar og endurskoðendur þekkja alla - allir þekkja alla. Hönnunardeildir blómstra því stutt er á milli og ekki þarf að eyða tíma og peningum í ferðir og sóun á tíma. Það getur tekið 2 tíma að komast á milli staða í Kaupmannahöfn, hræðilegt.

Þess vegna er textil iðnaður Dana svona öflugur ennþá og hann er að mestu ekki í KBH. Herning/Ikast svæðið, eins og aðrir, misstu að vísu mikið af framleiðslunni til útlanda en margt annað kom í staðinn og áherslunum var breytt. Núna opna þeir verslanir í Kína og selja eldhúsinnréttingar sem eru framleiddar í Danmörku til Kína.

Tæknifyrirtæki hafa sum flutt upp til Álaborgar og sparað meira við það en að flytja til Kína.

Reykjavík er einstakur staður. Hvergi finnurðu eins mikla dýnmík og mikla resoursa á einum stað - í kallfæri við allt. Ísland er dásamlegt umhverfi til að reka fyrirtæki. Það var á svona stað og akkúrat af þessari stærð sem Shakespeare framleiddi sínar bestu vörur.

Sum tölvufyrirtæki hér hafa tekið uppá því að láta t.d. infrastruktur og græjur sínar þjóna viðskiptavinum í Asíu og Ástralíu á næturtíma hér, því þá er dagur í Sindey og á Indlandi. Þannig fæst betri nýting.

Allt er hægt ef sjálft conceptið er nógu gott. Forritun er tæknilegt vandamál. Aðalmálið er að hugsa: hugsa upp verk, vörur og færa til markaðar það sem unnið er. Það krefst orku og tíma að hugsa. Það er ástæðan fyrir því að svo fáir hugsa. Þeir gera bara eitthvað annað í staðinn. Activity, activity, activity, activity, activity. En það er misskilningur. Það þarf að hugsa. Mjög margir þurfa að læra að vera stoltir af því sem þeir gerðu EKKI.

Skattar eru ennþá hagsæðir á Íslandi. En það lítur þó út fyrir að ríkisstjórnin sé að skjóta alla Íslendinga í báða fætur hér. Því miður er alltaf nóg til af örþrifaráðum. ÖrþrifaRáðið er að verða réttnefni á þessa stjórn.

Bestu og góðar kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 29.10.2009 kl. 09:59

6 Smámynd: Snorri Hrafn Guðmundsson

Silicon Valley varð til á svipaðan hátt. Svo er Delware alveg sérstakt fyrirbæri:

"Delaware has six different income tax brackets, ranging from 2.2% to 5.95%. The state does not assess sales tax on consumers. The state does, however, impose a tax on the gross receipts of most businesses. Business and occupational license tax rates range from 0.096% to 1.92%, depending on the category of business activity.

Delaware does not assess a state-level tax on real or personal property. Real estate is subject to county property taxes, school district property taxes, vocational school district taxes, and, if located within an incorporated area, municipal property taxes.

Over 50% of US publicly-traded corporations and 60% of the Fortune 500 companies are incorporated in Delaware; the state's attractiveness as a corporate haven is largely due to its business-friendly corporation law. Franchise taxes on Delaware corporations supply about one-fifth of its state revenue. Although Delaware is considered to be a tax haven, it is not listed on the OECD's 2009 "Black List", despite objections of Luxembourg´s and Switzerland's authorities."

Ísland keppir ekki við þetta, sérstaklega ekki núna. Lág laun í samanburði við önnur hagkerfi og hátt menntunarstig er verulegt samkeppnisforskot sem verður að nýta. Bygging gagnavers viðrist vera orðið fast í kerfinu og eina sem aðilum virðist hafa dottið í hug sem vitræn framkvæmd er að setja vegatolla umhverfis höfuðborgarsvæðið. Malta slær Ísland beint út þegar kemur að öflugu umhverfi enda eru Maltverjar með ólíkindum miklir frumkvöðlar (og þurfa að vera það þar sem þeir hafa engar áþreifanlegar auðlindir).

Ég tók miklu ástfóstri við þessa málsgrein: "Aðalmálið er að hugsa: hugsa upp verk, vörur og færa til markaðar það sem unnið er. Það krefst orku og tíma að hugsa. Það er ástæðan fyrir því að svo fáir hugsa. Þeir gera bara eitthvað annað í staðinn."

Það verkefni sem er loks komið á lokareit hefur verið í mótun frá 1997 þegar ég tók þátt í verkefni á vegum American Airlines (SABRE bókunarkerfið). Þau vandamál sem þá dúkkuðu upp eru enn til staðar þótt ótrúlegt megi virðast þrátt fyrir alla tækniþróun. Ég er sífellt að skanna netið af þessari lausn og hef ekki fundið hana. Besta er að innlent félag gat hannað þetta þó svo 3 erlend félög sem ég hafði samband við sögðu þetta vera óframkvæmanlegt.

"En það lítur þó út fyrir að ríkisstjórnin sé að skjóta alla Íslendinga í báða fætur hér. Því miður er alltaf nóg til af örþrifaráðum. ÖrþrifaRáðið er að verða réttnefni á þessa stjórn."

Snorri Hrafn Guðmundsson, 29.10.2009 kl. 12:02

7 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Sæll.

Sé að það er dálítið langt síðan þessi pistill birtist en hvað um það.

Þið hafið báðir ýmislegt til ykkar máls að færa. Vandamálið er að koma því í sama pott þannig að úr verði æt súpa.

Það er heil ritgerð sem færi í það að eyða fleiri og meiri og betri orðum í það sem þið segið. Tækifærið er fólgið í því að taka það saman og vinna það áfram í nýtanlegan búning.

Alltaf er kaffispjallið til alls fyrst. Þannig var það í sveitinni í það minnsta.

Sindri Karl Sigurðsson, 5.11.2009 kl. 21:49

8 Smámynd: Snorri Hrafn Guðmundsson

Heil og sæll, gaman að sjá þig hérna líka (eða ertu ekki sá hinn sami og á IceStat WordPress?).  Ég vona að sá pottur verði vefgrunnurinn sem við erum í þann mund að setja í loftið ásamt öllu samskiptanetinu sem byggt verður í kringum hann.  Þar verður m.a. í boði kaffispjall þar sem aðilar geta rætt beint saman, þessvegna heill hópur, og leitt mál áfram.

Þetta mun virka eins og þetta blogg nema í rauntíma.

Snorri Hrafn Guðmundsson, 6.11.2009 kl. 07:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Snorri Hrafn Guðmundsson
Snorri Hrafn Guðmundsson
MBA í markaðsfræðum og greiningum frá Suffolk University, Boston (1997).

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband