Leita í fréttum mbl.is

Aukning atvinnuleysis

Tölur frá Eurostat sýna aukningu atvinnuleysis í febrúar, Danmörk fer úr 7,4% í 7,5%, Finnland úr 8,9% í 9,0%, Frakkland úr 10,0% í 10,1%, Holland úr 3,9% í 4,0%, og Austurríki úr 4,9% í 5,0%. Loks fer þá Lettland úr 21,0% í 21,7%! Atvinnuleysi í Svíþjóð dregst aftur á móti saman úr 9,1% í 9,0%.

Spánn heldur áfram upp á við og fer úr 18,9% í 19,0% á milli mánaða. Tékkland sýnir þá aukningu úr 7,7% í 7,9% og Búlgaría úr 8,5% í 8,7%.

SKOÐA ÞRÓUN FRÁ 1983

logo_icestat_vdb

 


mbl.is Hægir aftur á vexti á evrusvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Eflaust finnst þér þetta smámunasemi af mér en mér er íslenskt mál of kært til að ég geri ekki athugasemd við það sem þú segir að framan.

Atvinnuleysi hækkar ekki eða lækkar.

Atvinnuleysi eykst eða minnkar

Sigurður Grétar Guðmundsson, 7.4.2010 kl. 23:22

2 Smámynd: Snorri Hrafn Guðmundsson

Rétt. Breyti þessu.  Hvað finnst þér þá að Mexíkanar séu kallaðir Mexíkóar? Fer illilega í mig sú breyting enda heita þeir Mexica (Mehica).

Takk fyrir leiðréttinguna.

Snorri Hrafn Guðmundsson, 8.4.2010 kl. 13:14

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Samkvæmt skýrslu IMF 2005 voru 60% þjóðarinnar sá yngri það sem má kalla langtíma óvirka neysluneytendur, vegna með einokunarlögum frá um 1982 neysluvístölubundina heimilalána með veði í húsnæðinu sjálfu, og mikilla lífeyris bindinga í sér Íslenska lífeyriskerfinu sem ætlar að græða hinn heljarinnar ósköp næstu árin á fjárfestingum í útlöndum.

Þessi óvirki neytendahópur mun telja um 80%, því ekkert var gert í að lækka hraðvaxandi fasteignaveðin sem voru komin langt yfir nýbyggingarkostnað.  

Samhengið milli neytenda og atvinnu skilja allir nema afætur og kommar.

Ég væri löngu komin til Kanada ef ekki bundinn hér af fjölskylduástæðum.

Fjármálagróði kemur á eftir fyrirtækja og heimilagróða [hornsteinanna: litlu gulu hænurnar: ekki gulu svínin] þar sem þroski ríkir.

Hér er nýi endurreisti fjármálageiri SAMFYLKINGAR að skila stórhagnaði þegar þjóðartekjur hafa fallið á alþjóðamælikvarða um 40%.

Að neysluvístölu grunntryggja öll 25- 40 ára fasteignaútlán um 1982 með einokunarvístölulögum,  gerir slík lán á Íslandi áhættu frí með tilliti til nafnvaxtagróða. 8-4,5%   frá 1982. 

Ný bankamennirnir afar illa að sér í logarithama töldu að áhættan væri enginn, skildu ekki að fjármála markaðir EU meta veð bréfanna ekki með til fasteignaverðs á Íslandi langt yfir nýbyggingarkostnaði heldur á spá IMF um greiðslugetu Íslenskra neytenda framtíðarinnar. 

Íslendingar er álitnir vera að þroskast eða vanþroskaðir á fjármálasviðinu.

Það er ekkert búið að laga grunn vitleysuna hér: einokunar vístölu til allara verðtrygginga. Vegna heimsku stjórnsýslunnar á alþjóða mælikvarða.

Ég vil benda á að hlutfallslegt atvinnuleysi getur hækkað og lækkað á grafi. Þá er við miðað við heildarfjölda á atvinnumarkaði.

Mér dettur ekki í að vera með fordóma. Það eru þrjár hliðar minnst á öllum  málum.

Snorri Sturluson og hans samtíma menn árétta að merkingar orða ráðast líka af samhengi þeirra. Þessi lesskilningur mun hafa lagst af fyrir um 100 árum. Lesa milli línanna með botninn í huga.  

Júlíus Björnsson, 17.4.2010 kl. 00:38

4 Smámynd: Snorri Hrafn Guðmundsson

Það er annað og meira í gangi sem tengist hagfræðihugmyndafræði beint. Er að athuga það mál enda ekki búinn að mynda mér skoðun hvort þetta sé gott eða slæmt (eða hvorugt).

Undanfarinn áratug ár innan ESB hefur atvinnuþátttaka i:

Spurningin er hvort þetta skapi aukna hagkerfisáhættu þar sem þjónusta sem slík skapar engin áþreifanleg verðmæti heldur er fremur virðisaukandi. Það var fall þjónustufyrirtækja (fjármálaþjónustufyrirtækja) sem gerði að verkum að iðnaður hrundi og líklega vegna þess að engin raunveruleg verðmæti voru það að baki. Fasteignir eru ekki verðminni nú en fyrr; það er ofmat á eignaverði sem gerði að verkum að allt fór út um þúfur og þjónustufyrirtækin bera ábyrgð á þeirri þróun.

Snorri Hrafn Guðmundsson, 7.5.2010 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Snorri Hrafn Guðmundsson
Snorri Hrafn Guðmundsson
MBA í markaðsfræðum og greiningum frá Suffolk University, Boston (1997).

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband