Mánudagur, 11. ágúst 2008
Þrjár athugasemdir
"Staða íslenskra heimila var sterk við upphaf nýhafinnar niðursveiflu, með kaupmáttur og eignaverð í hámarki. Þau er því nokkuð góðri stöðu til að taka á sig skell."
Ég hef þrennt við þetta að athuga (les vanalega ekki efni sem kemur frá greiningardeildum bankanna þar sem stjörnuspá Moggans er álíka marktæk):
1. Staða íslenskra heimila getur ekki talist sterk þegar búið er að skuldsetja heimilin í botn. Skuldsetning þegar krónan er í sterkustu stöðu og verðbólga í lágmarki er ávísun á stórslys eins og fram hefur komið í öðrum hagkerfum. Hafi staða heimilanna verið sterk, veiktist hún verulega þegar bankarnir hófu samkeppni við Íbúðalánajóð og þöndu fasteignaverð langt umfram það sem eðlilegt getur talist.
2. Varðandi það að eignaverð hafi verið í hámarki, þá er ástæðan sú að markhópur tiltekinnar vörulínu, þ.e. fasteigna, var stækkaður of hratt og án tillits til greiðslugetu. Of há lán voru veitt til of margra sem jók samkeppni á fasteignamarkaði. Má líkja þessu við túlípanaævintýri Hollendinga fyrr á öldum. Skuldlaust heimili stendur sterkara en skuldsett; bankarnir hafa því veikt heimilin (og fyrirtækin) og vilja nú veikja hagkerfið með lántöku (ætla semsagt að velta eigin mistökum yfir á almenning; ég styð Árnia Matt heilshugar varðandi það að taka EKKI erlent lán á þessum tímapunkti þar sem lán á að taka til eflingar reksturs en ekki til þess bjarga málunum).
3. Það að heimilin séu í góðri stöðu til að taka á sig skell segir að fjármálaþjónustu bankanna sé verulega ábótavant. Góð bankastarfsemi tryggir hag viðskiptavina. Það orðalag sem beitt er af hinum ágætu Glitnismönnum virðist hinsvegar benda til þess að hagur viðskiptavina sé aukaatriði.
Ég er ekki að segja að starsfólk bankanna sé slæmt, þvert á móti finnast þar margir gullmolar sem vinna vel fyrir viðskiptavini og raðleggja þeim rétt. Það er stefna yfirstjórna bankanna sem virðist vera undarleg og fær starfsólk litlu um hana ráðið.
![]() |
Heimilin í góðri stöðu til að taka við skelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:41 | Facebook
Tenglar
Mínir tenglar
Ég
Viðskipti
- IceStat Market Intelligence Ráðgjöf og greiningar
- Myndrænn gagnagrunnur Frítt gagnasafn
- facebook Fréttaveita
- Twitter Fréttatilkynningar
- WordPress Á ensku
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.