Sunnudagur, 7. september 2008
Leikur að tölum
Fylgniþróun á milli útlána bankanna til heimila og viðskiptajöfnuðar sýnir ekkert athugavert við þessa niðurstöðu. Síðasta gildi er +0,88 og hefur haldist fyrir ofan -0,80 síðan 4Q 2005.
Það má alveg leika sér með þessar tölur endalaust og fá allskyns niðurstöður. Ég er þó á þeirri skoðun á mælist fylgni stöðug eins og hér leiði þar líkur á að undirliggjandi gögn séu rétt. Það er orsakasamhengi á milli útlána bankanna og viðskiptajöfnuðar.
Hér er viðskiptajöfnuður Hagstofunnar borinn saman við viðskiptajöfnuð Seðlabanka. Þarna kemur hið gagnstæða í ljós; fylgnin hrapar niður síðustu tvö tímabil en helst þó fyrir ofan 0,90. Þessir liðir eru samliggjandi frá 1Q 1997 en á síðustu tveimur tímabilum kemur misræmi sem erfitt er að útskýra.
Sé fylgni fjármagnsjöfnuðar skoðar á móti raungengi krónunnar virðist í fyrstu ekki um neina sérstaka fylgni að ræða. Mælist fylgni 0,26 sem er ekki neitt.
Fylgnilínan hoppar og skoppar líkt og hraunbreiða.
Sé raungengi krónunnar hnikað tvö tímabil fram á við verður fylgnilínan samstundis stöðug. Má því álykta sem svo að um töf að ræða frá því raungengi krónunnar hreyfist Þar til áhrifin koma fram í fjármagnsjöfnuði.
Framkvæma má fleiri æfingar í þessum dúr. Raungengi krónunnar á móti verðbréfaviðskiptum mælist 0,22 og snýst úr neikvæðri í jákvæða 3Q 2004.
Sé raungengi krónunnar hnikað fram um tvö tímabil mælist fylgni 0,57 sem er tvöfalt sterkari fylgni en í áðurgreindu dæmi. Snýst fylgnin úr neikvæðri í jákvæða ánákvæmlega sama punkti - 3Q 2004 - er verður mun stöðugri.
Hægt er að færa þessa liði fram og aftur þar til fylgnin smellur saman, en slíkar æfingar verða að bíða betri tíma.
Fylgja alþjóðlegum staðli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt 8.9.2008 kl. 16:01 | Facebook
Tenglar
Mínir tenglar
Ég
Viðskipti
- IceStat Market Intelligence Ráðgjöf og greiningar
- Myndrænn gagnagrunnur Frítt gagnasafn
- facebook Fréttaveita
- Twitter Fréttatilkynningar
- WordPress Á ensku
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.