Leita í fréttum mbl.is

Semsagt eignarréttur afnuminn

Þetta eru engan veginn sanngjarnar aðferðir gegn þeim sem ekki komu sér í þessa stöðu og beinast að því að láta einn hóp fá verðmæti umfram annan.  Í kunningjahópnum er ein fjölskylda (A) í erfiðleikum vegna skuldastöðu vegna þess að keypt var eign langt umfram getu og þörf.  Þaðrer einnig önnur fjölskylda (B) sem á ekki í erfiðleikum vegna skuldastöðu vegna þess að keypt var eign innan við getu og þörf.

Á B nú að horfa upp á það að A fær stærri eign á sama verði á B? Þessar tvær fjölskyldur sem tengst hafa sterkum böndum í áratugi eru að skella saman stál í stál þar sem B sættir sig ekki við þetta.

Hvað gerist svo þegar hagkerfið snýst við aftur til betri vegar og verðmæti eigna eykst á ný.  A er þá með verðmætari eign á 20% afslætti en B sem alveg út úr kortinu. Mun A greiða aukaskatt af söluandvirði eignarinnar í framtíðinni sem vegur á móti 20% afslætti í dag?  Ef það væri, fínt, það má lifa við það. Ef ekki, á B rétt á greiðslu frá hinu opinbera sem nemur meðaltals afskriftarupphæð eða, sem væri ákjósanlegra þar sem sem hvetur til framleiðni, skattaívilnana sem nemur sömu upphæð.

Ég vek athygli á svipuðu dæmi fyrir 50 - 60 árum síðan þegar Framsókn afskrifaði skuldir bænda til þess að hjálpa þeim.  Afi, sem unnið hafði í ár fyrir einn bóndann, missti nær aleiguna á þeirri aðgerð.  Þetta er keimlíkt því.

Eins og ég sagði, það er nóg til af eignum lausum sem verðmetnar eru 20% lægra en eignir skuldara í erfiðleikum.  Það þarf að færa þennan hóp niður um skuldastig, semsagt í 20% verðminni eignir, og málið er dautt. Það þarf að leysa þetta mál en leysa það sanngjarnt. Þetta hefur alla burði þess að verða hitamál og getur vel farið að búsáhaldabyltingin verði sem forleikur að mun stórfelldari mótmælum fari þessi afskriftarhugmynd í gegn.


mbl.is Tryggvi Þór: 20% af skuldum heimilanna verði felldar niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo sem allt svo rétt sem það nær.Það ganga bara ekki venjulegar aðferðir því þjóðfélagið er frosið.Þú getur ekki bjargað þér með því að selja eignir eða minnka við þig. Sjálfum finnst mér eðlilegast að stilla vísitöluna m.v. 1 jan 2008 og gengisvísitöluna m.v. sama dag en var um að ræða kerfissvikamyllu sem allir helstu lánveitendur tóku þátt í eða skipulögðu.Með öðrum orðum þá  voru þetta  neytenda og viðskiptasvik

og vafalaust margir sem láta reyna á þau mál fyrir dómstólum en þeir enda sjálfsagt á að leysa þennan ágreining, því miður.Það stafar af því að íslenskir stjórnmálamenn eru   druslur 

Einar Guðjónsson 17.3.2009 kl. 20:04

2 Smámynd: Snorri Hrafn Guðmundsson

Ég aðhyllist endurstillingu á vísitölunni fremur en annað þar sem þær nær yfir alla.  Ekki of hrifinn af aðgerðum sem ná aðeins yfir brot af heildinni þó af og til sé slíkt nauðsynlegt.

Snorri Hrafn Guðmundsson, 19.3.2009 kl. 15:37

3 Smámynd: Baldvin Kristjánsson

svona af forvitni - hvernig tapaði afi þinn (launamaður?) á því að bóndinn fékk þessa skuldaafskrift?

Baldvin Kristjánsson, 3.4.2009 kl. 19:13

4 Smámynd: Snorri Hrafn Guðmundsson

Afi átti inni hjá honum, en strikað var yfir kröfuna þannig að afi fékk ekkert fyrir vinnuna sem innt hafði verið af hendi.  Hann var verktaki.  Þetta er ekki ósvipað því sem er að koma fyrir kröfuhafa Pennans, en Kaupþing skipti um kennitölu á fyrirtækinu við yfirtöku þannig að kröfuhafar tapa þar sínu.  Ekki alveg eins og byggja á upp viðskipti.

Snorri Hrafn Guðmundsson, 8.4.2009 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Snorri Hrafn Guðmundsson
Snorri Hrafn Guðmundsson
MBA í markaðsfræðum og greiningum frá Suffolk University, Boston (1997).

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband