Leita í fréttum mbl.is

Eignarhald innheimtufélaga

Skv. uppgjöri Landsbankans 2Q 2008 á bankinn 33,3% í Intrum. Nær væri að kanna hvort slíkt eignarhald sé enn til staðar.
 
Milliuppgjör 2008, bls. 32, Kafli 19: Investment in associates
 
Uppgjör hinna bankanna gefur slíkt ekki til kynna þó mig gruni sterklega að þeir séu á bakvið þau.
 
Þetta gerir að verkum að bankinn getur afskrifað lán en samt sem áður innheimt það að viðbættum innheimtukostnaði.  Ég ráðlegg fólki að kynna sér fyrningarreglur og hvernig kröfur eru endurnýjaðar. Það er hægt að endurvekja dauða kröfu með einu símtali, þess vegna "Ekki gera ekki neitt" slagorðið. Ef þú gerir ekki neitt er hugsanlegt að krafan falli niður. Ég mæli hvorki með einu né öðru; aðeins að fólk takist á við þetta með því að hafa samband við lögfræðinga og láta þá um málið.
 
Að flýja skuldir er síðasta úrræði; samt, geri það nægilega margir er kominn 'critical mass' sem örðugt getur reynst að eiga við þar sem hann getur vel orðið að stjórnmálaafli og gerbreytt stöðu mála.

mbl.is Flestir geta staðið í skilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elfur Logadóttir

Snorri, ég held að það náist aldrei 'critical mass' í aðgerðir sem þessar, enda allt of margir sem gera sér grein fyrir því að það skiptir öllu máli að halda skuldum í skilum - því það styrkir samningsstöðu skuldarans margfalt. Skuldurum bjóðast úrræði af ýmsu tagi ef þeir eru í skilum, skuldurum í vanskilum býðst fyrst og fremst aukinn kostnaður innheimtufyrirtækja og lögfræðinga, auk óþæginda eins og skráningar á vanskilaskrá, rýrt lánhæfismat og fleira.

Elfur Logadóttir, 3.5.2009 kl. 23:29

2 Smámynd: Snorri Hrafn Guðmundsson

Elfur, alveg sammála því.  Var raunar að setja inn viðvörun gegn þessum aðgerðum hér: Hugleiðið næsta skref vandlega

Mér er bara meinilla við að bankarnir skuli mega eiga í innheimtufyrirtækjum, finnst það hreinlega ekki viðeigandi.

Snorri Hrafn Guðmundsson, 4.5.2009 kl. 00:51

3 Smámynd: Elfur Logadóttir

Ég sé svosum ekki að það skipti miklu máli hverjir eru eigendur innheimtufyrirtækjanna, þó almennt séu það lögfræðifyrirtæki sem reka þau. Ég held líka að bankarnir sjálfir nýti sér sjaldnast þjónustu þeirra. Það eru sérstakar lögfræðideildir innan bankanna sem sjá um innheimtu krafna sem frá bönkunum stafa.

Aðalatriðið er að innheimtufyrirtækin séu vel "regúleruð" þannig að þau fari ekki offari í innheimtuaðferðum sínum. Enda var eitt af því sem vel var gert í tíð ríkisstjórnar D og S að innheimtufyrirtækjum voru settar skorður í álagningu sinni og innheimtuaðgerðum.

Elfur Logadóttir, 4.5.2009 kl. 10:52

4 Smámynd: Snorri Hrafn Guðmundsson

Ég lenti í því í tvígang að þurfa að bjarga félagi úr innheimtuaðgerðum sem farið var í nær samstundis. Innanhúsmaður í einum bankanna sagði þá að bankinn hagnaðist á því að koma kröfum sem fyrst í innheimtu vegna þess að þá væri hægt að afskrifa kröfuna en samt sem áður innheimta hana. Hann hjálpaði raunar til við að leysa þessi mál, enda hefur landið alltaf einkennst af því að sterk tengslanet eru sterkari en verklagsreglur.

Snorri Hrafn Guðmundsson, 4.5.2009 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Snorri Hrafn Guðmundsson
Snorri Hrafn Guðmundsson
MBA í markaðsfræðum og greiningum frá Suffolk University, Boston (1997).

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband