Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
Þriðjudagur, 11. nóvember 2008
Þarfnast alvarlega regluverks
Ég hef aldrei skilið hversvegna íslenskar bankaauglýsingar eru svona ótrúlega frábrugðnar erlendum bankaauglýsingum. Þar á bæ snýst auglýsingum vanalega um einstaka afurð, en hér snýst hún um eitthvað allt annað. Þegar ég var hjá Íslandsbanka á sínum tíma fékk ég það verkefni að framkvæma samanburðargreiningu á innlendum bankaafurðum fyrir einstaklingsmarkað. Ok, hafði gert þetta þegar ég var í Bandaríkjunum og taldi því að þetta ætti að vera einfalt þar sem aðeins var um 3 banka að ræða. Raunin varð allt önnur eins og eigendur Peningamarkaðsbréfa komust að.
Eftir að hafa þvælst um Gogga, Námuna, Hlutdeild og endalausan skóg heita og samsetninga varð lokaniðurstaðan Excel skjal sem ekki var hægt að vista á disklingi þar sem það var orðið of stórt! Það þurfti að einfalda vöruflóruna en ég get ekki séð að því verkefni hafi miðað neitt sérlega vel áleiðis.
Ég geri því athugasemd við hvernig bankar hérlendis auglýsa sig. Vil vísa á regluverk sem er til staðar í Bretlandi (British Bankers Association):
"3. Advertisers of interest bearing accounts must take care to inform potential customers of the nature of any commitment, including the type of deposit (eg whether it is a notice account or instant access) into which they may enter as a result of responding to an advertisement. Advertisers should ensure that all advertising and promotional material is clear, fair, reasonable and not misleading."
Og svo þetta fyrir þá sem töldu Peningamarkaðssjóði vera áhættulausa:
"The requirement to inform customers of the nature of the commitment applies to all advertisements. However, more detail is required where customers are being invited to deposit money via a direct response advertisement. (See sections 15 to 17 below) For other types of advertising, information on the nature of the commitment can be less detailed since the Banking Code (1) requires more detailed information to be given before the customer opens the account (section 3 of the March 2005 edition of the Banking Code refers).The requirement for advertising to be clear, fair, reasonable and not misleading is consistent with the Banking Code (section 8.1 of the March 2005 edition refers)."
Sá myndbútur sem þessi bloggfærsla tengist við er brilljant!
Bankamenn á flótta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Mínir tenglar
Ég
Viðskipti
- IceStat Market Intelligence Ráðgjöf og greiningar
- Myndrænn gagnagrunnur Frítt gagnasafn
- facebook Fréttaveita
- Twitter Fréttatilkynningar
- WordPress Á ensku
Tónlist
Frá antkind.com
Spurt er
Hvenær verður botninum náð?
Er spilavíti á Íslandi betri kostur en olíuhreinsistöð?