Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Leikur að tölum

bop01_2q2008.pngFylgniþróun á milli útlána bankanna til heimila og viðskiptajöfnuðar sýnir ekkert athugavert við þessa niðurstöðu. Síðasta gildi er +0,88 og hefur haldist fyrir ofan -0,80 síðan 4Q 2005.

Það má alveg leika sér með þessar tölur endalaust og fá allskyns niðurstöður.  Ég er þó á þeirri skoðun á mælist fylgni stöðug eins og hér leiði þar líkur á að undirliggjandi gögn séu rétt. Það er orsakasamhengi á milli útlána bankanna og viðskiptajöfnuðar.

bop02_2q2008.pngHér er viðskiptajöfnuður Hagstofunnar borinn saman við viðskiptajöfnuð Seðlabanka. Þarna kemur hið gagnstæða í ljós; fylgnin hrapar niður síðustu tvö tímabil en helst þó fyrir ofan 0,90. Þessir liðir eru samliggjandi frá 1Q 1997 en á síðustu tveimur tímabilum kemur misræmi sem erfitt er að útskýra.

bop03_2q2008.png Sé fylgni fjármagnsjöfnuðar skoðar á móti raungengi krónunnar virðist í fyrstu ekki um neina sérstaka fylgni að ræða. Mælist fylgni 0,26 sem er ekki neitt.

Fylgnilínan hoppar og skoppar líkt og hraunbreiða.

bop03b_2q2008.png Sé raungengi krónunnar hnikað tvö tímabil fram á við verður fylgnilínan samstundis stöðug. Má því álykta sem svo að um töf að ræða frá því raungengi krónunnar hreyfist Þar til áhrifin koma fram í fjármagnsjöfnuði.

bop04_2q2008.pngFramkvæma má fleiri æfingar í þessum dúr. Raungengi krónunnar á móti verðbréfaviðskiptum mælist 0,22 og snýst úr neikvæðri í jákvæða 3Q 2004.

bop04b_2q2008.pngSé raungengi krónunnar hnikað fram um tvö tímabil mælist fylgni 0,57 sem er tvöfalt sterkari fylgni en í áðurgreindu dæmi. Snýst fylgnin úr neikvæðri í jákvæða ánákvæmlega sama punkti - 3Q 2004 - er verður mun stöðugri.

Hægt er að færa þessa liði fram og aftur þar til fylgnin smellur saman, en slíkar æfingar verða að bíða betri tíma.


mbl.is Fylgja alþjóðlegum staðli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Snorri Hrafn Guðmundsson
Snorri Hrafn Guðmundsson
MBA í markaðsfræðum og greiningum frá Suffolk University, Boston (1997).

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband