Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Heimilin eru að brenna inni á tíma

Kreditkortavelta janúar 2010Í fyrsta sinn (frá 31.1.2001, en viðkomandi skjal Seðlabankans nær ekki lengra aftur) er kreditkortavelta hærri en debetkortavelta, eða 52,4% af heildar kortaveltu fyrir janúar 2010. Þetta gefur vísbendingu um lausafjárerfiðleika sem geta fljótlega orðið að allverulegri krísu.

Hægt er að skoða þessar tölur betur hér: Payment intermediation

Aðgangur er frír að vanda. Legg til að þeir sem fari þarna inn slökkvi á fyrstu þremur línunum (rauð, blá, græn), en þetta er gert með því að smella á punktana t.v. við grafið. Setjið svo grafið í MAX (undir grafi).


mbl.is Er framtíð fyrir íslenskt viðskiptalíf?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spilavíti á Íslandi

Umræðan um spilavíti á Íslandi er á villigötum.  Þetta mál þarf að snúast um að ná hingað erlendum gjaldeyri án þess að skapa hliðarvandamál tengdu spilafíkn.  Norðurlönd fara vitlaust að þessu þar sem þau veita ríkisborgurum sínum aðgengi að spilavítum og skapa þ.a.l. vandamál heimafyrir, á meðan Monaco, Malta og Nevada fara aðrar leiðir.  Er það ekki að ástæðulausu að þessi þrjú svæði banna aðgengi heimamanna að spilavítum og er það lykilatriði í þessu samhengi.  Fjárhættuspil auka á vanda heimilanna og ekki er á bætandi.

Aukning á milli 2007 - 2008Sem tekjuleið fyrir ferðaiðnaðinn eru spilavíti þó áhugaverður möguleiki. Þegar tölur Hagstofunnar um gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum 2003 – 2008 eru skoðaðar kemur fram að aukning erlendra ferðamanna var 3,0% á milli 2007 – 8.  Á sama tíma virðast heildartekjur hafa aukist til muna, eða um 45,5%, og tekjur á ferðamann um 41,3%.  Sé tekjutölur settar fram í USD (United States Dollar; $) og meðaltal árs (miðgengi) notað, er heildartekjuaukningin aðeins 3,7% og tekjuaukning á ferðamann 0,7%.  Sé svo ERI (Exchange Rate Index; gengisvísitala) notuð (hlutfall Bandaríkjamanna af heildarfjölda ferðmanna hefur dregist saman úr 14,7% 2003 í 8,6% 2008) er heildartekjuaukningin 3,4% og tekjuaukning á ferðamann 0,4%.  Hér bráðvantar tölur frá Seðlabanka og Hagstofu um tekjur af ferðamönnum fyrir 2009.

Segjum nú svo að spilavíti hefði verið rekið hér 2008 og að 1% ferðamanna eyddi aukalega því sem samsvaraði ISK (Íslenskar krónur) 100 þúsund, 5% 10 þúsund, og 10% 1 þúsund. Heildartekjuaukningin fer úr 45,5% 2008 í 47,0% og tekjuaukning á ferðamann úr 41,3% í 42,7%. Sett fram í USD fer heildartekjuaukningin úr 3,7% 2008 í 4,7% og tekjuaukning á ferðamann úr 0,7% í 1,7%. Sem viðmið af ERI fer heildartekjuaukningin úr 3,4% 2008 í 4,5% og tekjuaukning á ferðamann úr 0,4% í 1,5%. Tökum þá áhrif af aukningu ferðamanna inn í myndina.

Gefum okkur það að rekstur spilavítis hér hafi haft 5% aukningu ferðamanna til landsins í för með sér sem koma hingað gagngert í þeim tilgangi að eyða að lágmarki 100 þúsund í spilamennsku.  Í stað 472.535 ferðamanna fer fjöldinn í 496.162 og af þeim eru 23.627 spilarar í hæsta flokki.  Þar sem meðaltekjur á ferðamann voru ISK 156.215 en viðbótareyðsla lægri, breytist aukning úr 42,7% í 40,3% með ISK viðmið, 1,7% í 0,0% með USD viðmið, og 1,5% í -0,3% með ERI viðmið. Heildartekjur af ferðamönnum sýna þó stóru myndina.  Aukning heildartekna sett fram sem ISK fer úr 47,0% í 51,7, USD úr 4,7% í 8,1%, og ERI úr 4,5% í 7,8%.

Áhrif á útflutning & VFLSé þessum stærðum beitt á útflutning og landsframleiðslu hækkar aukning tekna af ferðamönnum gjaldeyristekjur af útfluttum vörum og þjónustu úr 11,0% í 11,1% og gjaldeyristekjur af VLF úr 5,0% í 5,1%. Sé 5% aukning ferðamanna sem hingað koma í þeim tilgangi að eyða að lágmarki 100 þúsund í spilamennsku bætt inn, nemur hækkun á gjaldeyristekjum af útfluttum vörum og þjónustu 11,4% og gjaldeyristekjur af VLF 5,2%.  Um þessi atriði snýst þetta mál.

Ofangreint er sett fram til þess að negla niður hvers vegna spilavíti getur haft góð áhrif á stöðu landsins sé þessu beitt til tekjuöflunar.  Takmarka þarf aðgengi að spilavítum þannig að erlent vegabréf þurfi til þess að stunda þar spilamennsku.  Aðgengi innlendra aðila að þessum stöðum hefur aftur á móti aukinn kostnað í för með sér og getur þar að auki haft neikvæð áhrif á þjóðfélagið s.s. fjárhagsstöðu heimilanna og aukinna útgjalda vegna aðgerða sem snúa að fyrirbyggjandi vörnum og meðferð gegn spilafíkn.

TÖFLUR

Tafla01Tafla02


mbl.is Sérstök lög þyrfti um spilavíti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Snorri Hrafn Guðmundsson
Snorri Hrafn Guðmundsson
MBA í markaðsfræðum og greiningum frá Suffolk University, Boston (1997).

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband