Leita í fréttum mbl.is

Loksins

Sent á viðskiptaráðuneyti 21 Jan 2009:

"Ég er nokkuð uggandi vegna yfirvofandi yfirtöku bankanna á fyrirtækjum landsins vegna þess að ég tel þeir gætu hugsanlega gengið of hart fram.  Mér finnst ráðlegt að Viðskiptaráðuneytið skipi fulltrúa til þess að fylgjast grannt með þeim málum og sé tengiliður á milli bankanna og stjórnvalda svo unnt sé að samstilla aðgerðir og sjá til þess að raunveruleg uppbygging eigi sér stað.

Það þarf að endurskipuleggja allt hagkerfið og fyrirtækin eru lykillinn að því."

 

Ég segi bara kominn tími til. Vona að Viðskiptaráðuneytið hafi viðbragðsáætlun tilbúna hvernig eigi að framkvæma þetta. Það er hægt að bjarga ótal fyrirtækjum sé haft eftirlit með starfsháttum bankanna og tryggja þannig áframhaldandi atvinnu. Það er ekki langt í það að hagkerfið taki aftur við sér (nema til komi greiðsluverkfall) og þá gengur ekki að hafa nær óstarfhæf fyrirtæki. Tel að hægt sé að afstýra þrotum með ýmusm aðgerðum.


mbl.is Gæti þurft umboðsmann skuldara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugleiðið næsta skref vandlega

Eitt sem taka þarf til athugunar er hvaða áhrif þetta muni hafa.  Vissulega er ástandið slæmt og ágætt ef hægt væri að leysa þetta með einföldum aðgerðum.  Það er því miður ekki hægt.  Þegar útlánastofnun veitir lán myndast skuld á móti (eða skuld er þegar til staðar sem svo er veitt lán út á sbr. innlán og útlán).
 
Erlendu lánin byggja á erlendri lántöku, innlendu á sparifé; semsagt það er krafa á lánastofnun á móti lánveitingu. Sé hætt að greiða af lánum fer íslenska bankakerfið alfarið á hliðina og við blasir allsherjarhrun. Þeir sem hafa í hyggju að fara þessa leið eru að steypa öllum beint á hvolf, ættingjum, vinum, samstarfsaðilum, afkomendum o.s.frv. Þetta er hættulegasta aðgerð sem hægt er að fara í og séu afleiðingar hennar bornar saman við ástandið nú má núverandi stöðu við góðæri.
 
Ég ætla ekkert að skafa utan af hlutunum, málið er of hættulegt:
 
Hugsanlegar afleiðingar
  • Sparnaður sparifjáreigenda glatast eða ...
  • ... ábyrgð ríkisins setur ríkissjóð á hliðina.
  • Lánalínur lokast alveg.
  • Fyrirtæki kollsteypast.
  • Atvinnuleysi rýkur upp.
  • Krónan fer í frjálst fall.
  • Óðaverðbólga heldur innreið sína.
  • Fasteignaverð hrynur niður í ekkert.
 
Aðrar afleiðingar eru þær að ímynd Íslands verður hræðileg sem eyðileggur framtíðar uppbyggingu og gerir að verkum að slæmt er að vera Íslendingur. Traust á landi og þjóð fer niður í ekkert.
 
Fari svo að takist að koma í veg fyrir ofangreindar afleiðingar, þá er afar líklegt að þeir sem geta greitt greitt af lánum en gera það ekki lendi í verulegum erfiðleikum þegar hagkerfið réttir aftur úr sér. Þessir aðilar muni ekki geta:
 
  • fengið greiðslukort
  • fengið lán eða fyrirgreiðslur
  • eignast fasteignir
  • stofnað fyrirtæki
 
Framtíðarhorfunar verða því fremur dökkar.  Auk þess mun þetta setja takmarkanir á atvinnutækifæri erlendis þar sem t.a.m. Kaninn tekur hart á þessum hlutum:
 
Sýnishorn af ráðningarsamningi
"Federal, state and self-regulatory organizations require that background checks be conducted in the financial services (i.e., securities, futures, foreign currencies) industry to determine whether or not an individual is statutorily disqualified to work in the financial services industry."
 
"Within the past 10 years, have you made a compromise with creditors, filed a bankruptcy petition or been the subject of an involuntary bankruptcy petition?"
 
Mér sýnist greiðsluverkfall vera skammsýn aðgerð sem fyrst og fremst muni bitna á þátttakendum. Hagkerfið mun rétta úr sér aftur (nema fjármálakerfið hrynji alveg í kjölfarið) og aðilar sem taka þátt í þessari aðgerð geta komið sér í verri stöðu en í dag. Sé til tími að bíta á jaxlinn og berjast fyrir framtíðinni þá er það núna.  Þetta á ekki við um þá sem geta ekki greitt lengur; aðeins þá sem geta það en neita. Það er grundvallarmunur á þessu tvennu.  Hugleiðið því næsta skref vandlega.

mbl.is Margir íhuga greiðsluverkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eignarhald innheimtufélaga

Skv. uppgjöri Landsbankans 2Q 2008 á bankinn 33,3% í Intrum. Nær væri að kanna hvort slíkt eignarhald sé enn til staðar.
 
Milliuppgjör 2008, bls. 32, Kafli 19: Investment in associates
 
Uppgjör hinna bankanna gefur slíkt ekki til kynna þó mig gruni sterklega að þeir séu á bakvið þau.
 
Þetta gerir að verkum að bankinn getur afskrifað lán en samt sem áður innheimt það að viðbættum innheimtukostnaði.  Ég ráðlegg fólki að kynna sér fyrningarreglur og hvernig kröfur eru endurnýjaðar. Það er hægt að endurvekja dauða kröfu með einu símtali, þess vegna "Ekki gera ekki neitt" slagorðið. Ef þú gerir ekki neitt er hugsanlegt að krafan falli niður. Ég mæli hvorki með einu né öðru; aðeins að fólk takist á við þetta með því að hafa samband við lögfræðinga og láta þá um málið.
 
Að flýja skuldir er síðasta úrræði; samt, geri það nægilega margir er kominn 'critical mass' sem örðugt getur reynst að eiga við þar sem hann getur vel orðið að stjórnmálaafli og gerbreytt stöðu mála.

mbl.is Flestir geta staðið í skilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er verðbólga ómarktæk?

"Miklu alvarlegra er þó að nefndin vinnur eftir röngum upplýsingum um verðbólguna,“ segir í Vísbendingu. Í rökstuðningi nefndarinnar sé miðað við tólf mánaða verðbólgu aftur í tímann í stað þess að miða við verðbólguna eins og hún er í dag. Skautað sé yfir þá staðreynd, eins og hún skipti engu, að vísitala neysluverð lækkaði í mars. Hlutverk nefndarinnar sé ekki að taka saman sögulegar upplýsingar heldur taka vaxtaákvörðun sem geti haft afgerandi áhrif á þróun efnahagslífsins um langa framtíð."
 
Man einhver þegar athugasemdir voru gerðar varðandi verðlagsmælingar?  Þá fól þáverandi viðskiptaráðherra Neytendastofu og Hagstofu að lagfæra ástandið.  Hægt er að vera með hlaupandi vísitölu sem tekur mið af magntölum, en slíkt gerir körfur Hagstofunnar óþarfar. Eftir fund með Neytendastofu var málið kæft og engin frekari viðbrögð þaðan þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir að ná tali af forsvarsmönnum Neytendastofu.
 
Sent á Neytendastofu 18.9.2007 (útdráttur)
[Þessi aðferðarfræði] gerir Neytendastofu kleift að hafa hlaupandi verðlagsvísitölu auk þess sem líkön byggð á grunnupplýsingum uppfærast í rauntíma.  Meðalgildi vöruverðs reiknast sjálfkrafa um leið og nýjar upplýsingar berast, sem veitir ekki aðeins dagsverð heldur verðsveiflu innan dags.  Nákvæmni rauntímamælinga á verðlagi er mun meiri en sé aðeins tekið tillit til dagsstöðu.
 
Samtök atvinnulífsins tóku betur í þetta, en verkefnið var því miður ekki á þeirra könnu, ellegar værum við hugsanlega í dag með rauntíma verðlagsmælingu. Þegar ekkert gekk að ná tali af Neytendastofu var haft beint samband við viðskiptaráðherra (sem vitað var að yrði tilgangslaust):
 
Sent á viðskiptaráherra 5.11.2007
"Neytendastofu [var] á fundi 23. ágúst kl. 13:30 [kynnt] tæknilega útfærslu á rafrænum neysluverðskönnunum.  Síðan hefur ekki heyrst neitt frá Neytendastofu, þrátt fyrir ítrekuð skilaboð."
 
Ekki sinnt frekar en endranær. Hvaða áhrif hefur þetta á skuldsett heimili og fyrirtæki?  Jú, hærri afborganir sem eiga ekki rétt á sér þar sem verðbólga er lægri en Hagstofan segir.  Ástæða: magntölur (semsagt breytingar í kauphegðun) koma ekki inn.  Svo aðilar sem eiga sök á afborgunum ykkar eru:
 
  • Hagstofa Íslands
  • Viðskiptaráðuneytið
  • Neytendastofa
 
Ég get ekki beðið eftir að opnað verði fyrir persónukjör.  Er alvarlega að velta fyrir mér að stíga fram og sjá til þess að hreinsað verði út úr bæði opinberum stofnunum og fjármálafyrirtækjum. Í dag eru Íslendingar að greiða of háar afborganir af lánum eingöngu vegna þess að aðilar sem starfa eiga fyrir fólkið gera það ekki.  Ég tel að verðbólga sé allt að því 5% lægri en karfa Hagstofunnar segir til um og er það varlega áætlað. Rauntímamæling með samtengingu kassakerfa gerir eftirfarandi óþarft með öllu:
 
Þessi aðferðarfræði var ágæt áður en háhraðanet komu til sögunnar og er fullkomlega úrelt.
 
Aftur úrelt aðferðarfræði.  Var ekki verið að tala um að draga saman í ríkisútgjöldum?  Besta leiðin til þess er að uppfæra tæknistig stofnana sem sjá um svona rannsóknir. Vek athygli á að rannsóknin var gerð fyrir 2007 - tveimur árum fyrir hrun - en gefin út 10. desember 2008! Tilvitnun úr þessu skjali:
 
"Megintilgangur rannsóknar á útgjöldum heimilanna er að afla upplýsinga sem notaðar eru til að útbúa útgjaldagrunn fyrir vísitölu neysluverðs. Neysluverðsvísitalan hefur mikla þýðingu í efnahagslífinu. Hún er helsti mælikvarði á verðbólgu og er notuð til að reikna út kaupmátt o.fl. Hún er auk þess notuð til að verðtryggja fjárskuldbindingar. Útgjaldasafnið sem vísitalan nær yfir tekur til þeirra útgjalda sem snerta heimilisrekstur og daglegt líf fólks. Til þess að meta áhrif einstakra verðbreytinga á hækkun vísitölunnar þarf upplýsingar um hve mikið vægi hver vara og þjónusta hefur í útgjöldum heimilanna. Þær upplýsingar fást úr rannsókn á útgjöldum heimilanna. Niðurstöðurnar eru einnig notaðar við önnur verkefni svo sem hag- og markaðsrannsóknir."
 
Mesta furða að Hagstofan skuli ekki nota hamar og meitil eins og gert var í denn. Skv. skjalinu eyðir meðalheimili 725.000 í ferðalög og flutninga, 558.000 í tómstundir og menningu, og 209.000 í fatnað.  Þessar tölur eru notaðar við verðbólgumælinguna sem er alveg út af kortinu.
 
VNV eins og hún er mæld í dag er því ómarktæk þar sem hún tekur ekki inn neyslumynsturbreytingu um leið og hún á sér stað.  Ef fólk vill stunda friðsamleg mótmæli einhversstaðar, þá mæli ég með Borgartúni 21a.  Hagstofan stuðlar að því að heimili og fyrirtæki eru að fara í þrot því hún vinnur of hægt og þverskallast við að koma sér í nútímann.

mbl.is Ófagleg ákvörðun um vexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan og langtímaáætlanir

Skoðum aðeins krónuna í ljósi raunverulegra dæma sem komið hafa upp.

Það loðir við Íslendinga að þeir geti ekki gert langtímaáætlanir.  Raunin er að þeir geta það jafnvel og aðrir en ekki með krónuna.  Eftirfarandi dæmi sýna fram á hversu mikinn óstöðugleika krónan veldur.  Þau eru gróf og taka ekki mið af gengistryggingum o.fl. sem fyrirtæki geta nýtt sér (en eru dýrar vegna áhættu sem falin er í krónunni).  Verðlagsþróun er heldur ekki tekin inn þar sem markmiðið er að einangra áhrif gjaldmiðla á innlent viðskiptaumhverfi. Gengiskrossar eru fengnir frá Seðlabanka Íslands.

DÆMI 1

Innlent fyrirtæki gerir fimm ára samning við tvo erlenda birgja varðandi sölu til innlenda aðila, og eru öll verð fest.  Samningar taka gildi Apríl 2004 og eru eftirfarandi:

 

 04.2004
EBS birgirEUR 10.000
BNA birgir
USD 5.000
BirgðirISK 1.168.678
SamningsverðISK 1.519.281
Hagnaður (S)ISK 350.603
ISK: Framlegð (S)30,0%

 

Birgjar skuldbinda sig að festa verð við EUR 10.000 og USD 5.000.  Fyrirtækið skuldbindur sig á móti að selja innlendum viðskiptavini vöruna á föstu verði út samningstímann.  Hann setur álagningu í 30%, sem skilar kr. 350.603 hagnaði.  Skoðum stöðuna í lok samningstíma:

 

 04.2009
EBS birgir
EUR 10.000
BNA birgir
USD 5.000
BirgðirISK 2.069.130
SamningsverðISK 1.519.281
Hagnaður (S)ISK -549.849
Framlegð (S)-26,6%

 

Fyrirtækið er komið í þrot takist ekki að endursemja.  Skoðum myndræna framsetningu:

isk_eur01.png Rauða línan sýnir verðið sem hann fær.  Sú bláa, birgðir, má ekki fara yfir hana.  EIns og sést hrynur fyrirtækið þegar krónan gefur sig.

 

 

 

DÆMI 2

Innlendur smásöluaðili kaupir birgðir af sömu aðilum og gerir samning við tvo erlenda birgja varðandi að festa verð til fimm ára.  Endursöluverð (hér kallað markaðsverð) tekur mið af gengisþróun. Auk hennar er 30% álagning lögð ofan á.  Tekjur koma inn tímabilið eftir að útgjöld hafa átt sér stað. Skoðum stöðuna í lok samningstíma:

 

 04.2009
ESB birgirEUR 10.000
BNA birgirUSD 5.000
BirgðirISK 2.069.130
MarkaðsverðISK 2.463.890
Hagnaður (M)ISK 394.760
Framlegð (M)19,1%

 

isk_eur02.png Verðlag flýgur upp og arðsemin hegðar sér eins og jarðskjálftamælir.  Það er ekki hægt að gera langtímasamninga vegna krónunnar þar sem aðrar myntir koma við sögu þar sem hún er allt of veik.  Vegna þessa geta innlend fyrirtæki ekki gert langtímaáætlanir, sem gerir að verkum að það er ekki hægt að framkvæma langtíma stefnumótun.

isk_eur03.png Framlegðarsamanburður gefur tvennt til kynna:
•    Framlegð S:    Stórhættulegt er að gera langtíma samning í krónum.
•    Framlegð M:    Krónan hvetur til verðsveiflna og dregur þ.a.l. úr stöðugleika.

Skoðum þá hvernig staðan væri ef krónunni væri skipt út fyrir evru.

DÆMI 3

Sömu forsendur og í Dæmi 1 nema uppgjörsmynt fyrirtækis og viðskiptavina þess er EUR.

 

 04.2004
ESB birgirEUR 10.000
BNA birgirUSD 5.000
BirgðirEUR 14.172
SamningsverðEUR 18.423
Hagnaður (S)EUR 4.252
EUR: Framlegð (S)30,0%
  
 04.2009
ESB birgirEUR 10.000
BNA birgirUSD 5.000
BirgðirEUR 13.764
SamningsverðEUR 18.423
Hagnaður (S)EUR 4.659
Framlegð (S)33,8%

 

33,8% framlegð.  Fyrirtækið er í fínu lagi á meðan það sem neglt var við krónuna fór á hvolf.

isk_eur04.png

Bláa línan, kostnaður, fer aldrei yfir samningsverð.  Hún er auk þess nánast bein lína.

 

 

 

 

DÆMI 4

Sömu forsendur og í Dæmi 2 nema uppgjörsmynt fyrirtækis og viðskiptavina þess er EUR.

 

 04.2009
ESB birgirEUR 10.000
BNA birgirUSD 5.000
BirgðirEUR 13.764
MarkaðsverðEUR 17.979
Hagnaður (M)EUR 4.215
EUR: Framlegð (M)30,6%

 isk_eur05.png

Afar litlar arðsemissveiflur og engar sem fyrirtækið gæti ekki tekið á sig.  Evran útrýmir nauðsyn þess að gengistengja söluverð.  Hagnaður lárétt lína sem segir að nú er hægt að fara í gerð langtímaáætlana.

isk_eur06.png

 

Stöðug og svipuð framlegð sama hvor leiðin er farin.  Gengishagnaður þegar evra styrkist gegn dal, en það er aukaatriði.

 

isk_eur07.png

 

 

Framlegðarsamanburður

Blá og rauð lína: ISK

Græn og fjólublá: EUR

Svo, vilji fyrirtækin og almenningur stöðugleika þá er EUR betri kostur.  Ef ekki, þá er um að gera að halda í krónuna.

 

Ítarlegri úttekt má finna hér (að vísu á ensku).


mbl.is Engin viðskipti með krónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur krónan í veg fyrir stöðugleika?

Ný grein á IceStat þar sem færð eru rök fyrir tengslum á milli langtíma áætlanagerðar og krónunnar.  Tengdi það við þessa frétt það sem þetta spilar allt saman.
 

mbl.is Sænskir stýrivextir aðeins 0,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tryggingarfelagið Føroyar P/F

Er að skoða erlend tryggingarfélög til samanburðar við innlend í ljósi áhuga Færyeinga hér á landi.

Stærð færeyska félagsins í samanburði við allan innlenda tryggingarmarkaðinn (12 félög; DKK umreiknað í ISK á gengi 30; fjárhæðir í ISK miljónum).

 

Tryggingarfelagið Føroyar P/F (TF): Ársuppgjör 2007

 

Assets16.101
Liabilities7.093
Equity9.008
Premiums6.868
Claims5.550
Debt ratio (%)44,05%
Equity ratio (%)55,95%
Claims ratio (%)80,81%

 

Innlend tryggingarfélög (IS12): Ársuppgjör 2007

 

Assets159.797
Liabilities95.602
Equity64.195
Premiums30.198
Claims25.823
Debt ratio (%)59,83%
Equity ratio (%)40,17%
Claims ratio (%)85,51%

 

Stærðarmunur (TF/IS12): Ársuppgjör 2007

 

Assets10,08%
Liabilities7,42%
Equity14,03%
Premiums22,74%
Claims21,49%

 

Innlendu 3 stærstu: Ársuppgjör 2007

 Sjóvá-AlmennarTMVÍS
Assets54.02346.72331.250
Liabilities42.725 21.426 21.014
Equity11.29925.29710.236
Premiums9.401 7.348 10.101
Claims7.825 7.022 8.798
Debt ratio (%)79,09%45,86%67,25%
Equity ratio (%)20,91%54,14%32,75%
Claims ratio (%)83,24%95,56%87,10%

 

Stærð TF miðað við einstök félög: Ársuppgjör 2007

 Sjóvá-AlmennarTMVÍS
Assets29,80%34,46%51,52%
Liabilities16,60%33,10%33,75%
Equity79,73%35,61%88,00%
Premiums73,05%93,46%67,99%
Claims70,92%79,04%63,08%

Þetta getur orðið nokkuð stór biti fyrir TF sérstaklega í ljósi þess að iðgjaldagreiðslur munu dragast saman þegar efnahagsástandið harðnar frekar.  Í fljótu bragði virðist TM vera sterkasti fjárfestingarkosturinn.  Eiginfjár- og skuldahlutföll eru í lagi og markaðshlutdeildin nægilega mikil. Sjóvá gæti þó fengist á betra verði með yfirtöku skulda, en skuldahlutfallið þar er hátt og eiginfjárhlutfallið lágt sem veit ekki á gott. VÍS liggur mitt á milli en er með mesta markaðshlutdeild.

 

Markaðshlutdeild: Ársuppgjör 2007

 

 Sjóvá-AlmennarTMVÍS
Premiums31,13%24,33%33,45%

Samtals 88,9% af heildarmarkaði.

 

Annað sem tengist því sem ég að velta fyrir mér.

 

Fólksfjöldi 2008

 

 FaeroesIcelandDenmarkUK
Population50.000 315.000 5.500.000 60.000.000
Magnitude (x)NA6 17 11
Magnitude (%)NA15,9%5,7%9,2%

 

Vöruskiptahlutfall (Færeyjar/Ísland) í árslok 2008

Exports fobImports fob
25,8% 33,6%

 

Verður fróðlegt að fylgjast með framvindunni.


Semsagt eignarréttur afnuminn

Þetta eru engan veginn sanngjarnar aðferðir gegn þeim sem ekki komu sér í þessa stöðu og beinast að því að láta einn hóp fá verðmæti umfram annan.  Í kunningjahópnum er ein fjölskylda (A) í erfiðleikum vegna skuldastöðu vegna þess að keypt var eign langt umfram getu og þörf.  Þaðrer einnig önnur fjölskylda (B) sem á ekki í erfiðleikum vegna skuldastöðu vegna þess að keypt var eign innan við getu og þörf.

Á B nú að horfa upp á það að A fær stærri eign á sama verði á B? Þessar tvær fjölskyldur sem tengst hafa sterkum böndum í áratugi eru að skella saman stál í stál þar sem B sættir sig ekki við þetta.

Hvað gerist svo þegar hagkerfið snýst við aftur til betri vegar og verðmæti eigna eykst á ný.  A er þá með verðmætari eign á 20% afslætti en B sem alveg út úr kortinu. Mun A greiða aukaskatt af söluandvirði eignarinnar í framtíðinni sem vegur á móti 20% afslætti í dag?  Ef það væri, fínt, það má lifa við það. Ef ekki, á B rétt á greiðslu frá hinu opinbera sem nemur meðaltals afskriftarupphæð eða, sem væri ákjósanlegra þar sem sem hvetur til framleiðni, skattaívilnana sem nemur sömu upphæð.

Ég vek athygli á svipuðu dæmi fyrir 50 - 60 árum síðan þegar Framsókn afskrifaði skuldir bænda til þess að hjálpa þeim.  Afi, sem unnið hafði í ár fyrir einn bóndann, missti nær aleiguna á þeirri aðgerð.  Þetta er keimlíkt því.

Eins og ég sagði, það er nóg til af eignum lausum sem verðmetnar eru 20% lægra en eignir skuldara í erfiðleikum.  Það þarf að færa þennan hóp niður um skuldastig, semsagt í 20% verðminni eignir, og málið er dautt. Það þarf að leysa þetta mál en leysa það sanngjarnt. Þetta hefur alla burði þess að verða hitamál og getur vel farið að búsáhaldabyltingin verði sem forleikur að mun stórfelldari mótmælum fari þessi afskriftarhugmynd í gegn.


mbl.is Tryggvi Þór: 20% af skuldum heimilanna verði felldar niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meðalskuld fyrirtækis og heimilis

Verðbólgumælingin er vafasamur mælikvarði sem er hugsanlega að stórskaða bæði heimilin og fyrirtækin.  Það er tæknilega séð ekkert því til fyrirstöðu að beinstengja kassakerfin og ná fram rauntímakvörðum sem stilla saman hvað er verslað og á hvaða verði.  VNV inniheldur vörur sem eru lítið keyptar eins og er en setja verðbólgu mun hærra en hún í raun og veru er.  Ég er á þeirri skoðun að sé tekin inn neyslubreyting sé verðbólga innan við 15%.

Var svo að skoða skuldahlutfall milli Innistæða og Lána heimila og fyrirtækja.  Séu heildarinnistæður heimila og banka dregnar frá heildarlánum (og þá lán/innistæðu til þess að ná fram hlutfallinu) var staðan svona í desember 2003:

  • Heimili: -84 ma (mínus táknar að innistæður voru umfram skuldir); skuldahlutfall 69,0
  • Fyrirtæki: 458 ma; skuldahlutfall 472,3%

Í september 2008,var staðan orðin þessi:

  • Heimili: 369 ma; skuldahlutfall 155,9%
  • Fyrirtæki: 1,720 ma; skuldahlutfall 749,3%

Séu verðtryggð lán skoðuð, er staðan þessi í desember 2003:

  • Heimili: -8 ma; skuldahlutfall 92,0
  • Fyrirtæki: 93 ma; skuldahlutfall 546,3%

Í september 2008,var staðan orðin þessi:

  • Heimili: 502 ma; skuldahlutfall 508,0%
  • Fyrirtæki: 164 ma; skuldahlutfall 696,9%
Svo koma hin ógnvænlegu gjaldmiðlalán. Desember 2003:
  • Heimili: -1 ma; skuldahlutfall 89,5%
  • Fyrirtæki: 304 ma; skuldahlutfall 1629,8%

Í september 2008 er staðan svo orðin þessi (og hvernig eigi að koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot og met atvinnuleysi verður ekki auðvelt):

  • Heimili: 239 ma; skuldahlutfall 825,9%
  • Fyrirtæki: 1,408 ma; skuldahlutfall 4578,8%!!!
Úttektina ásamt gröfum má nálgast hér: Leverage.pdf

Að lokum: Hugmyndir Framsóknar um 20% niðurfellingu á skuldum er alveg út úr kortinu.  Sé þetta gert, eiga þeir sem bera önnur lán rétt á hinu sama, s.s. námsmenn á LÍN lánum.  Þeir sem skulda svo ekkert eiga kröfu að fá meðalupphæð greidda beint inn á eigin reikning.  Sanngirnis verður að gæta í svona aðgerðum, en nái þessi þvæla fram að ganga leggst hagkerfið endanlega á hliðina.

mbl.is Ástæðulaust að bíða með afnám verðtryggingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugleiðing um endurmat á fasteignaverði

Það þarf að varast að líta um of á útflutning til þess að lagfæra stöðu efnahags.  Neytendamarkaðir um heim allan eru að dragast hratt saman vegna kaffæringar fjármálakerfisins á ráðstöfunartekjum almennings.  Lánakerfið er í eðli sínu gallað þar sem það leyfir þan umfram raunveruleg verðmæti og er nú svo komið að það er alveg út takt við raunveruleikann.
 
Mér fannst verulega áhugavert að hlýða á Dr. Gunnar Tómasson í Silfri Egils s.l. viku þar sem hann kom inn á þetta.  Það er hugsanaskekkja fjármála- og hagfræðinni sem er að stigmagnast eftir því sem hún fær að halda áfram.  Ein leið til þess að stemma stigu við þessa þróun er að keyra niður verð á fasteignamarkaði og koma honum þannig aftur í gang.
 
Stór hluti ráðstöfunarfjár almennings fer í að greiða afborganir af fasteignalánum.  Líkt og nýskipaður viðskiptaráðherra Gylfi Magnússon segir, er ekki hægt að afskrifa þessi lán þar sem það myndi setja allt fjármálakerfið á hliðina.  Í raun hefði slíkt þær afleiðingar að valda ólgu í samfélaginu þar sem í raun væri búið að afnema eignarhaldi á fasteignum (aðili sem fær fasteign gefins með niðurfellingu láns á í raun ekki fasteignina heldur þeir sem skulda ekki en hafa greitt skatta; þeir hafa því tilkall til fasteignarinnar þar sem þeir hafa greitt fyrir hana).  Auk þess, væri sú leið farið að fella niður lán skuldara ættu skuldlausir kröfu á ríkið að fá meðaltal skulda greitt skattfrjálst inn á eigin reikning sem myndi minnst þrefalda útgjöld ríkisins á einu bretti. Aðilar sem skulda LÍN ættu einnig kröfu á niðurfellingu láns á sama grundvelli.
 
Sú leið að þvinga niður fasteignaverð væri unnt að framkvæma í þremur skrefum:
 
  1. Eign skuldara sem getur ekki lengur greitt af láni er endurmetin á grundvelli greiðslugetu. Það sem á vantar er fellt niður og tekið ríkið (í gegnum bankana) á sig þann kostnað. Sé greiðslubyrði á 40 milj. fasteign 200 þús. á mánuði en skuldari getur aðeins staðið við 100 þús. á mánuði, er eignin hreinlega felld niður um 20 milj.
  2. Fasteignamati er breytt í kjölfarið sem læsir verðið inni að einhverju leyti og gilda sömu reglur í raun og útleiga Íbúðalánasjóðs á fasteignum sem yfirteknar hafa verið.  Nú skekkir þetta myndina verulega í byrjun vegna aðila sem standa í skilum, en ekkert er til fyrirstöðu að láta leiðréttingu á fasteignaverði ganga þvert yfir markaðinn og koma fasteignaverði hér í lag, en það hefur rokið upp á s.l. árum langt umfram það sem eðlilegt kann að teljast.
  3. Verðmyndun á fasteignamarkaði væri miðstýrð þar sem markaðurinn er reiðubúinn að taka til starfa á ný.  Það er frost á þessum markaði sem mun ekki leysast næstu árin sé verð ekki fellt niður. Aðild að ESB eða upptaka norsku krónunnar breytir engu hvað það varðar.
 
Bólan sprakk vegna fasteignaútlána; eina leiðin að lagfæra stöðuna er að ráðast á orsökina og koma ráðstöfunarfé almennings aftur í lag. Með því eykst neysla á ný sem styrkir fyrirtækin og dregur úr atvinnuleysi. Vissulega mun koma upp sú staða að einhverjir hafa greitt yfirverð skv. nýju fasteignamati og verða því ósáttir, en leysa má úr því með skattaívilnunum; þ.e. mismunurinn bætist við sérstakan persónuafslátt. Ég ætla þó ekki að hætta mér lengra út á svið hagfræðinganna, enda er það ekki mitt svið heldur það að koma neytendamarkaði aftur í gang. Þar situr allt fast og þetta þarf að lagfæra hið snarasta.
 
Sú staða er að koma upp á stór hluti fasteigna verður í ríkiseign.  Útleiga mun ekki leysa hnútinn þar sem slíkt jafngildir því að kasta fé í sjóinn.  Mun skárri kostur er að endurmeta kerfisbundið fasteignamarkaðinn og þvinga verð niður.  Eignir keyptar fyrir 2003 hafa allt að tvöfaldast á 5 árum og má alveg láta þá hækkun gagna til baka.  Það er engum í hag að fasteignaverð sé hátt líkt og staðan er í dag. Aðilar sem sjá fram á eignarýrnun vegna þessa mega hafa það hugfast að eignir þeirra eru óseljanlegar með öllu á meðan efnahagsstaðan er eins og hún er. Þær eru því allt að því verðlausar.

mbl.is Vöruskipti í jafnvægi í janúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Snorri Hrafn Guðmundsson
Snorri Hrafn Guðmundsson
MBA í markaðsfræðum og greiningum frá Suffolk University, Boston (1997).

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband