Þriðjudagur, 5. maí 2009
Loksins
Sent á viðskiptaráðuneyti 21 Jan 2009:
"Ég er nokkuð uggandi vegna yfirvofandi yfirtöku bankanna á fyrirtækjum landsins vegna þess að ég tel þeir gætu hugsanlega gengið of hart fram. Mér finnst ráðlegt að Viðskiptaráðuneytið skipi fulltrúa til þess að fylgjast grannt með þeim málum og sé tengiliður á milli bankanna og stjórnvalda svo unnt sé að samstilla aðgerðir og sjá til þess að raunveruleg uppbygging eigi sér stað.
Það þarf að endurskipuleggja allt hagkerfið og fyrirtækin eru lykillinn að því."
Ég segi bara kominn tími til. Vona að Viðskiptaráðuneytið hafi viðbragðsáætlun tilbúna hvernig eigi að framkvæma þetta. Það er hægt að bjarga ótal fyrirtækjum sé haft eftirlit með starfsháttum bankanna og tryggja þannig áframhaldandi atvinnu. Það er ekki langt í það að hagkerfið taki aftur við sér (nema til komi greiðsluverkfall) og þá gengur ekki að hafa nær óstarfhæf fyrirtæki. Tel að hægt sé að afstýra þrotum með ýmusm aðgerðum.
Gæti þurft umboðsmann skuldara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 4. maí 2009
Hugleiðið næsta skref vandlega
- Sparnaður sparifjáreigenda glatast eða ...
- ... ábyrgð ríkisins setur ríkissjóð á hliðina.
- Lánalínur lokast alveg.
- Fyrirtæki kollsteypast.
- Atvinnuleysi rýkur upp.
- Krónan fer í frjálst fall.
- Óðaverðbólga heldur innreið sína.
- Fasteignaverð hrynur niður í ekkert.
- fengið greiðslukort
- fengið lán eða fyrirgreiðslur
- eignast fasteignir
- stofnað fyrirtæki
Sýnishorn af ráðningarsamningi"Federal, state and self-regulatory organizations require that background checks be conducted in the financial services (i.e., securities, futures, foreign currencies) industry to determine whether or not an individual is statutorily disqualified to work in the financial services industry.""Within the past 10 years, have you made a compromise with creditors, filed a bankruptcy petition or been the subject of an involuntary bankruptcy petition?"
Margir íhuga greiðsluverkfall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 3. maí 2009
Eignarhald innheimtufélaga
Milliuppgjör 2008, bls. 32, Kafli 19: Investment in associates
Uppgjör hinna bankanna gefur slíkt ekki til kynna þó mig gruni sterklega að þeir séu á bakvið þau.
Þetta gerir að verkum að bankinn getur afskrifað lán en samt sem áður innheimt það að viðbættum innheimtukostnaði. Ég ráðlegg fólki að kynna sér fyrningarreglur og hvernig kröfur eru endurnýjaðar. Það er hægt að endurvekja dauða kröfu með einu símtali, þess vegna "Ekki gera ekki neitt" slagorðið. Ef þú gerir ekki neitt er hugsanlegt að krafan falli niður. Ég mæli hvorki með einu né öðru; aðeins að fólk takist á við þetta með því að hafa samband við lögfræðinga og láta þá um málið.
Að flýja skuldir er síðasta úrræði; samt, geri það nægilega margir er kominn 'critical mass' sem örðugt getur reynst að eiga við þar sem hann getur vel orðið að stjórnmálaafli og gerbreytt stöðu mála.
Flestir geta staðið í skilum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 3. maí 2009
Er verðbólga ómarktæk?
"Miklu alvarlegra er þó að nefndin vinnur eftir röngum upplýsingum um verðbólguna, segir í Vísbendingu. Í rökstuðningi nefndarinnar sé miðað við tólf mánaða verðbólgu aftur í tímann í stað þess að miða við verðbólguna eins og hún er í dag. Skautað sé yfir þá staðreynd, eins og hún skipti engu, að vísitala neysluverð lækkaði í mars. Hlutverk nefndarinnar sé ekki að taka saman sögulegar upplýsingar heldur taka vaxtaákvörðun sem geti haft afgerandi áhrif á þróun efnahagslífsins um langa framtíð."
Sent á Neytendastofu 18.9.2007 (útdráttur)[Þessi aðferðarfræði] gerir Neytendastofu kleift að hafa hlaupandi verðlagsvísitölu auk þess sem líkön byggð á grunnupplýsingum uppfærast í rauntíma. Meðalgildi vöruverðs reiknast sjálfkrafa um leið og nýjar upplýsingar berast, sem veitir ekki aðeins dagsverð heldur verðsveiflu innan dags. Nákvæmni rauntímamælinga á verðlagi er mun meiri en sé aðeins tekið tillit til dagsstöðu.
Sent á viðskiptaráherra 5.11.2007"Neytendastofu [var] á fundi 23. ágúst kl. 13:30 [kynnt] tæknilega útfærslu á rafrænum neysluverðskönnunum. Síðan hefur ekki heyrst neitt frá Neytendastofu, þrátt fyrir ítrekuð skilaboð."
- Hagstofa Íslands
- Viðskiptaráðuneytið
- Neytendastofa
"Megintilgangur rannsóknar á útgjöldum heimilanna er að afla upplýsinga sem notaðar eru til að útbúa útgjaldagrunn fyrir vísitölu neysluverðs. Neysluverðsvísitalan hefur mikla þýðingu í efnahagslífinu. Hún er helsti mælikvarði á verðbólgu og er notuð til að reikna út kaupmátt o.fl. Hún er auk þess notuð til að verðtryggja fjárskuldbindingar. Útgjaldasafnið sem vísitalan nær yfir tekur til þeirra útgjalda sem snerta heimilisrekstur og daglegt líf fólks. Til þess að meta áhrif einstakra verðbreytinga á hækkun vísitölunnar þarf upplýsingar um hve mikið vægi hver vara og þjónusta hefur í útgjöldum heimilanna. Þær upplýsingar fást úr rannsókn á útgjöldum heimilanna. Niðurstöðurnar eru einnig notaðar við önnur verkefni svo sem hag- og markaðsrannsóknir."
Ófagleg ákvörðun um vexti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt 4.5.2009 kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Þriðjudagur, 21. apríl 2009
Krónan og langtímaáætlanir
Skoðum aðeins krónuna í ljósi raunverulegra dæma sem komið hafa upp.
Það loðir við Íslendinga að þeir geti ekki gert langtímaáætlanir. Raunin er að þeir geta það jafnvel og aðrir en ekki með krónuna. Eftirfarandi dæmi sýna fram á hversu mikinn óstöðugleika krónan veldur. Þau eru gróf og taka ekki mið af gengistryggingum o.fl. sem fyrirtæki geta nýtt sér (en eru dýrar vegna áhættu sem falin er í krónunni). Verðlagsþróun er heldur ekki tekin inn þar sem markmiðið er að einangra áhrif gjaldmiðla á innlent viðskiptaumhverfi. Gengiskrossar eru fengnir frá Seðlabanka Íslands.
DÆMI 1
Innlent fyrirtæki gerir fimm ára samning við tvo erlenda birgja varðandi sölu til innlenda aðila, og eru öll verð fest. Samningar taka gildi Apríl 2004 og eru eftirfarandi:
04.2004 | |
EBS birgir | EUR 10.000 |
BNA birgir | USD 5.000 |
Birgðir | ISK 1.168.678 |
Samningsverð | ISK 1.519.281 |
Hagnaður (S) | ISK 350.603 |
ISK: Framlegð (S) | 30,0% |
Birgjar skuldbinda sig að festa verð við EUR 10.000 og USD 5.000. Fyrirtækið skuldbindur sig á móti að selja innlendum viðskiptavini vöruna á föstu verði út samningstímann. Hann setur álagningu í 30%, sem skilar kr. 350.603 hagnaði. Skoðum stöðuna í lok samningstíma:
04.2009 | |
EBS birgir | EUR 10.000 |
BNA birgir | USD 5.000 |
Birgðir | ISK 2.069.130 |
Samningsverð | ISK 1.519.281 |
Hagnaður (S) | ISK -549.849 |
Framlegð (S) | -26,6% |
Fyrirtækið er komið í þrot takist ekki að endursemja. Skoðum myndræna framsetningu:
Rauða línan sýnir verðið sem hann fær. Sú bláa, birgðir, má ekki fara yfir hana. EIns og sést hrynur fyrirtækið þegar krónan gefur sig.
DÆMI 2
Innlendur smásöluaðili kaupir birgðir af sömu aðilum og gerir samning við tvo erlenda birgja varðandi að festa verð til fimm ára. Endursöluverð (hér kallað markaðsverð) tekur mið af gengisþróun. Auk hennar er 30% álagning lögð ofan á. Tekjur koma inn tímabilið eftir að útgjöld hafa átt sér stað. Skoðum stöðuna í lok samningstíma:
04.2009 | |
ESB birgir | EUR 10.000 |
BNA birgir | USD 5.000 |
Birgðir | ISK 2.069.130 |
Markaðsverð | ISK 2.463.890 |
Hagnaður (M) | ISK 394.760 |
Framlegð (M) | 19,1% |
Verðlag flýgur upp og arðsemin hegðar sér eins og jarðskjálftamælir. Það er ekki hægt að gera langtímasamninga vegna krónunnar þar sem aðrar myntir koma við sögu þar sem hún er allt of veik. Vegna þessa geta innlend fyrirtæki ekki gert langtímaáætlanir, sem gerir að verkum að það er ekki hægt að framkvæma langtíma stefnumótun.
Framlegðarsamanburður gefur tvennt til kynna:
Framlegð S: Stórhættulegt er að gera langtíma samning í krónum.
Framlegð M: Krónan hvetur til verðsveiflna og dregur þ.a.l. úr stöðugleika.
Skoðum þá hvernig staðan væri ef krónunni væri skipt út fyrir evru.
DÆMI 3
Sömu forsendur og í Dæmi 1 nema uppgjörsmynt fyrirtækis og viðskiptavina þess er EUR.
04.2004 | |
ESB birgir | EUR 10.000 |
BNA birgir | USD 5.000 |
Birgðir | EUR 14.172 |
Samningsverð | EUR 18.423 |
Hagnaður (S) | EUR 4.252 |
EUR: Framlegð (S) | 30,0% |
04.2009 | |
ESB birgir | EUR 10.000 |
BNA birgir | USD 5.000 |
Birgðir | EUR 13.764 |
Samningsverð | EUR 18.423 |
Hagnaður (S) | EUR 4.659 |
Framlegð (S) | 33,8% |
33,8% framlegð. Fyrirtækið er í fínu lagi á meðan það sem neglt var við krónuna fór á hvolf.
Bláa línan, kostnaður, fer aldrei yfir samningsverð. Hún er auk þess nánast bein lína.
DÆMI 4
Sömu forsendur og í Dæmi 2 nema uppgjörsmynt fyrirtækis og viðskiptavina þess er EUR.
04.2009 | |
ESB birgir | EUR 10.000 |
BNA birgir | USD 5.000 |
Birgðir | EUR 13.764 |
Markaðsverð | EUR 17.979 |
Hagnaður (M) | EUR 4.215 |
EUR: Framlegð (M) | 30,6% |
Afar litlar arðsemissveiflur og engar sem fyrirtækið gæti ekki tekið á sig. Evran útrýmir nauðsyn þess að gengistengja söluverð. Hagnaður lárétt lína sem segir að nú er hægt að fara í gerð langtímaáætlana.
Stöðug og svipuð framlegð sama hvor leiðin er farin. Gengishagnaður þegar evra styrkist gegn dal, en það er aukaatriði.
Framlegðarsamanburður
Blá og rauð lína: ISK
Græn og fjólublá: EUR
Svo, vilji fyrirtækin og almenningur stöðugleika þá er EUR betri kostur. Ef ekki, þá er um að gera að halda í krónuna.
Ítarlegri úttekt má finna hér (að vísu á ensku).
Engin viðskipti með krónu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 21. apríl 2009
Kemur krónan í veg fyrir stöðugleika?
Sænskir stýrivextir aðeins 0,5% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 19. mars 2009
Tryggingarfelagið Føroyar P/F
Er að skoða erlend tryggingarfélög til samanburðar við innlend í ljósi áhuga Færyeinga hér á landi.
Stærð færeyska félagsins í samanburði við allan innlenda tryggingarmarkaðinn (12 félög; DKK umreiknað í ISK á gengi 30; fjárhæðir í ISK miljónum).
Tryggingarfelagið Føroyar P/F (TF): Ársuppgjör 2007
Assets | 16.101 |
Liabilities | 7.093 |
Equity | 9.008 |
Premiums | 6.868 |
Claims | 5.550 |
Debt ratio (%) | 44,05% |
Equity ratio (%) | 55,95% |
Claims ratio (%) | 80,81% |
Innlend tryggingarfélög (IS12): Ársuppgjör 2007
Assets | 159.797 |
Liabilities | 95.602 |
Equity | 64.195 |
Premiums | 30.198 |
Claims | 25.823 |
Debt ratio (%) | 59,83% |
Equity ratio (%) | 40,17% |
Claims ratio (%) | 85,51% |
Stærðarmunur (TF/IS12): Ársuppgjör 2007
Assets | 10,08% |
Liabilities | 7,42% |
Equity | 14,03% |
Premiums | 22,74% |
Claims | 21,49% |
Innlendu 3 stærstu: Ársuppgjör 2007
Sjóvá-Almennar | TM | VÍS | |
Assets | 54.023 | 46.723 | 31.250 |
Liabilities | 42.725 | 21.426 | 21.014 |
Equity | 11.299 | 25.297 | 10.236 |
Premiums | 9.401 | 7.348 | 10.101 |
Claims | 7.825 | 7.022 | 8.798 |
Debt ratio (%) | 79,09% | 45,86% | 67,25% |
Equity ratio (%) | 20,91% | 54,14% | 32,75% |
Claims ratio (%) | 83,24% | 95,56% | 87,10% |
Stærð TF miðað við einstök félög: Ársuppgjör 2007
Sjóvá-Almennar | TM | VÍS | |
Assets | 29,80% | 34,46% | 51,52% |
Liabilities | 16,60% | 33,10% | 33,75% |
Equity | 79,73% | 35,61% | 88,00% |
Premiums | 73,05% | 93,46% | 67,99% |
Claims | 70,92% | 79,04% | 63,08% |
Markaðshlutdeild: Ársuppgjör 2007
Sjóvá-Almennar | TM | VÍS | |
Premiums | 31,13% | 24,33% | 33,45% |
Samtals 88,9% af heildarmarkaði.
Annað sem tengist því sem ég að velta fyrir mér.
Fólksfjöldi 2008
Faeroes | Iceland | Denmark | UK | |
Population | 50.000 | 315.000 | 5.500.000 | 60.000.000 |
Magnitude (x) | NA | 6 | 17 | 11 |
Magnitude (%) | NA | 15,9% | 5,7% | 9,2% |
Vöruskiptahlutfall (Færeyjar/Ísland) í árslok 2008
Exports fob | Imports fob |
25,8% | 33,6% |
Verður fróðlegt að fylgjast með framvindunni.
Þriðjudagur, 17. mars 2009
Semsagt eignarréttur afnuminn
Þetta eru engan veginn sanngjarnar aðferðir gegn þeim sem ekki komu sér í þessa stöðu og beinast að því að láta einn hóp fá verðmæti umfram annan. Í kunningjahópnum er ein fjölskylda (A) í erfiðleikum vegna skuldastöðu vegna þess að keypt var eign langt umfram getu og þörf. Þaðrer einnig önnur fjölskylda (B) sem á ekki í erfiðleikum vegna skuldastöðu vegna þess að keypt var eign innan við getu og þörf.
Á B nú að horfa upp á það að A fær stærri eign á sama verði á B? Þessar tvær fjölskyldur sem tengst hafa sterkum böndum í áratugi eru að skella saman stál í stál þar sem B sættir sig ekki við þetta.
Hvað gerist svo þegar hagkerfið snýst við aftur til betri vegar og verðmæti eigna eykst á ný. A er þá með verðmætari eign á 20% afslætti en B sem alveg út úr kortinu. Mun A greiða aukaskatt af söluandvirði eignarinnar í framtíðinni sem vegur á móti 20% afslætti í dag? Ef það væri, fínt, það má lifa við það. Ef ekki, á B rétt á greiðslu frá hinu opinbera sem nemur meðaltals afskriftarupphæð eða, sem væri ákjósanlegra þar sem sem hvetur til framleiðni, skattaívilnana sem nemur sömu upphæð.
Ég vek athygli á svipuðu dæmi fyrir 50 - 60 árum síðan þegar Framsókn afskrifaði skuldir bænda til þess að hjálpa þeim. Afi, sem unnið hafði í ár fyrir einn bóndann, missti nær aleiguna á þeirri aðgerð. Þetta er keimlíkt því.
Eins og ég sagði, það er nóg til af eignum lausum sem verðmetnar eru 20% lægra en eignir skuldara í erfiðleikum. Það þarf að færa þennan hóp niður um skuldastig, semsagt í 20% verðminni eignir, og málið er dautt. Það þarf að leysa þetta mál en leysa það sanngjarnt. Þetta hefur alla burði þess að verða hitamál og getur vel farið að búsáhaldabyltingin verði sem forleikur að mun stórfelldari mótmælum fari þessi afskriftarhugmynd í gegn.
Tryggvi Þór: 20% af skuldum heimilanna verði felldar niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 2. mars 2009
Meðalskuld fyrirtækis og heimilis
Verðbólgumælingin er vafasamur mælikvarði sem er hugsanlega að stórskaða bæði heimilin og fyrirtækin. Það er tæknilega séð ekkert því til fyrirstöðu að beinstengja kassakerfin og ná fram rauntímakvörðum sem stilla saman hvað er verslað og á hvaða verði. VNV inniheldur vörur sem eru lítið keyptar eins og er en setja verðbólgu mun hærra en hún í raun og veru er. Ég er á þeirri skoðun að sé tekin inn neyslubreyting sé verðbólga innan við 15%.
Var svo að skoða skuldahlutfall milli Innistæða og Lána heimila og fyrirtækja. Séu heildarinnistæður heimila og banka dregnar frá heildarlánum (og þá lán/innistæðu til þess að ná fram hlutfallinu) var staðan svona í desember 2003:
- Heimili: -84 ma (mínus táknar að innistæður voru umfram skuldir); skuldahlutfall 69,0
- Fyrirtæki: 458 ma; skuldahlutfall 472,3%
Í september 2008,var staðan orðin þessi:
- Heimili: 369 ma; skuldahlutfall 155,9%
- Fyrirtæki: 1,720 ma; skuldahlutfall 749,3%
Séu verðtryggð lán skoðuð, er staðan þessi í desember 2003:
- Heimili: -8 ma; skuldahlutfall 92,0
- Fyrirtæki: 93 ma; skuldahlutfall 546,3%
Í september 2008,var staðan orðin þessi:
- Heimili: 502 ma; skuldahlutfall 508,0%
- Fyrirtæki: 164 ma; skuldahlutfall 696,9%
- Heimili: -1 ma; skuldahlutfall 89,5%
- Fyrirtæki: 304 ma; skuldahlutfall 1629,8%
Í september 2008 er staðan svo orðin þessi (og hvernig eigi að koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot og met atvinnuleysi verður ekki auðvelt):
- Heimili: 239 ma; skuldahlutfall 825,9%
- Fyrirtæki: 1,408 ma; skuldahlutfall 4578,8%!!!
Að lokum: Hugmyndir Framsóknar um 20% niðurfellingu á skuldum er alveg út úr kortinu. Sé þetta gert, eiga þeir sem bera önnur lán rétt á hinu sama, s.s. námsmenn á LÍN lánum. Þeir sem skulda svo ekkert eiga kröfu að fá meðalupphæð greidda beint inn á eigin reikning. Sanngirnis verður að gæta í svona aðgerðum, en nái þessi þvæla fram að ganga leggst hagkerfið endanlega á hliðina.
Ástæðulaust að bíða með afnám verðtryggingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 4. febrúar 2009
Hugleiðing um endurmat á fasteignaverði
- Eign skuldara sem getur ekki lengur greitt af láni er endurmetin á grundvelli greiðslugetu. Það sem á vantar er fellt niður og tekið ríkið (í gegnum bankana) á sig þann kostnað. Sé greiðslubyrði á 40 milj. fasteign 200 þús. á mánuði en skuldari getur aðeins staðið við 100 þús. á mánuði, er eignin hreinlega felld niður um 20 milj.
- Fasteignamati er breytt í kjölfarið sem læsir verðið inni að einhverju leyti og gilda sömu reglur í raun og útleiga Íbúðalánasjóðs á fasteignum sem yfirteknar hafa verið. Nú skekkir þetta myndina verulega í byrjun vegna aðila sem standa í skilum, en ekkert er til fyrirstöðu að láta leiðréttingu á fasteignaverði ganga þvert yfir markaðinn og koma fasteignaverði hér í lag, en það hefur rokið upp á s.l. árum langt umfram það sem eðlilegt kann að teljast.
- Verðmyndun á fasteignamarkaði væri miðstýrð þar sem markaðurinn er reiðubúinn að taka til starfa á ný. Það er frost á þessum markaði sem mun ekki leysast næstu árin sé verð ekki fellt niður. Aðild að ESB eða upptaka norsku krónunnar breytir engu hvað það varðar.
Vöruskipti í jafnvægi í janúar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tenglar
Mínir tenglar
Ég
Viðskipti
- IceStat Market Intelligence Ráðgjöf og greiningar
- Myndrænn gagnagrunnur Frítt gagnasafn
- facebook Fréttaveita
- Twitter Fréttatilkynningar
- WordPress Á ensku