Leita í fréttum mbl.is

Loksins

Sent á viðskiptaráðuneyti 21 Jan 2009:

"Ég er nokkuð uggandi vegna yfirvofandi yfirtöku bankanna á fyrirtækjum landsins vegna þess að ég tel þeir gætu hugsanlega gengið of hart fram.  Mér finnst ráðlegt að Viðskiptaráðuneytið skipi fulltrúa til þess að fylgjast grannt með þeim málum og sé tengiliður á milli bankanna og stjórnvalda svo unnt sé að samstilla aðgerðir og sjá til þess að raunveruleg uppbygging eigi sér stað.

Það þarf að endurskipuleggja allt hagkerfið og fyrirtækin eru lykillinn að því."

 

Ég segi bara kominn tími til. Vona að Viðskiptaráðuneytið hafi viðbragðsáætlun tilbúna hvernig eigi að framkvæma þetta. Það er hægt að bjarga ótal fyrirtækjum sé haft eftirlit með starfsháttum bankanna og tryggja þannig áframhaldandi atvinnu. Það er ekki langt í það að hagkerfið taki aftur við sér (nema til komi greiðsluverkfall) og þá gengur ekki að hafa nær óstarfhæf fyrirtæki. Tel að hægt sé að afstýra þrotum með ýmusm aðgerðum.


mbl.is Gæti þurft umboðsmann skuldara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Snorri Hrafn Guðmundsson
Snorri Hrafn Guðmundsson
MBA í markaðsfræðum og greiningum frá Suffolk University, Boston (1997).

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband