Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Krónan og langtímaáætlanir

Skoðum aðeins krónuna í ljósi raunverulegra dæma sem komið hafa upp.

Það loðir við Íslendinga að þeir geti ekki gert langtímaáætlanir.  Raunin er að þeir geta það jafnvel og aðrir en ekki með krónuna.  Eftirfarandi dæmi sýna fram á hversu mikinn óstöðugleika krónan veldur.  Þau eru gróf og taka ekki mið af gengistryggingum o.fl. sem fyrirtæki geta nýtt sér (en eru dýrar vegna áhættu sem falin er í krónunni).  Verðlagsþróun er heldur ekki tekin inn þar sem markmiðið er að einangra áhrif gjaldmiðla á innlent viðskiptaumhverfi. Gengiskrossar eru fengnir frá Seðlabanka Íslands.

DÆMI 1

Innlent fyrirtæki gerir fimm ára samning við tvo erlenda birgja varðandi sölu til innlenda aðila, og eru öll verð fest.  Samningar taka gildi Apríl 2004 og eru eftirfarandi:

 

 04.2004
EBS birgirEUR 10.000
BNA birgir
USD 5.000
BirgðirISK 1.168.678
SamningsverðISK 1.519.281
Hagnaður (S)ISK 350.603
ISK: Framlegð (S)30,0%

 

Birgjar skuldbinda sig að festa verð við EUR 10.000 og USD 5.000.  Fyrirtækið skuldbindur sig á móti að selja innlendum viðskiptavini vöruna á föstu verði út samningstímann.  Hann setur álagningu í 30%, sem skilar kr. 350.603 hagnaði.  Skoðum stöðuna í lok samningstíma:

 

 04.2009
EBS birgir
EUR 10.000
BNA birgir
USD 5.000
BirgðirISK 2.069.130
SamningsverðISK 1.519.281
Hagnaður (S)ISK -549.849
Framlegð (S)-26,6%

 

Fyrirtækið er komið í þrot takist ekki að endursemja.  Skoðum myndræna framsetningu:

isk_eur01.png Rauða línan sýnir verðið sem hann fær.  Sú bláa, birgðir, má ekki fara yfir hana.  EIns og sést hrynur fyrirtækið þegar krónan gefur sig.

 

 

 

DÆMI 2

Innlendur smásöluaðili kaupir birgðir af sömu aðilum og gerir samning við tvo erlenda birgja varðandi að festa verð til fimm ára.  Endursöluverð (hér kallað markaðsverð) tekur mið af gengisþróun. Auk hennar er 30% álagning lögð ofan á.  Tekjur koma inn tímabilið eftir að útgjöld hafa átt sér stað. Skoðum stöðuna í lok samningstíma:

 

 04.2009
ESB birgirEUR 10.000
BNA birgirUSD 5.000
BirgðirISK 2.069.130
MarkaðsverðISK 2.463.890
Hagnaður (M)ISK 394.760
Framlegð (M)19,1%

 

isk_eur02.png Verðlag flýgur upp og arðsemin hegðar sér eins og jarðskjálftamælir.  Það er ekki hægt að gera langtímasamninga vegna krónunnar þar sem aðrar myntir koma við sögu þar sem hún er allt of veik.  Vegna þessa geta innlend fyrirtæki ekki gert langtímaáætlanir, sem gerir að verkum að það er ekki hægt að framkvæma langtíma stefnumótun.

isk_eur03.png Framlegðarsamanburður gefur tvennt til kynna:
•    Framlegð S:    Stórhættulegt er að gera langtíma samning í krónum.
•    Framlegð M:    Krónan hvetur til verðsveiflna og dregur þ.a.l. úr stöðugleika.

Skoðum þá hvernig staðan væri ef krónunni væri skipt út fyrir evru.

DÆMI 3

Sömu forsendur og í Dæmi 1 nema uppgjörsmynt fyrirtækis og viðskiptavina þess er EUR.

 

 04.2004
ESB birgirEUR 10.000
BNA birgirUSD 5.000
BirgðirEUR 14.172
SamningsverðEUR 18.423
Hagnaður (S)EUR 4.252
EUR: Framlegð (S)30,0%
  
 04.2009
ESB birgirEUR 10.000
BNA birgirUSD 5.000
BirgðirEUR 13.764
SamningsverðEUR 18.423
Hagnaður (S)EUR 4.659
Framlegð (S)33,8%

 

33,8% framlegð.  Fyrirtækið er í fínu lagi á meðan það sem neglt var við krónuna fór á hvolf.

isk_eur04.png

Bláa línan, kostnaður, fer aldrei yfir samningsverð.  Hún er auk þess nánast bein lína.

 

 

 

 

DÆMI 4

Sömu forsendur og í Dæmi 2 nema uppgjörsmynt fyrirtækis og viðskiptavina þess er EUR.

 

 04.2009
ESB birgirEUR 10.000
BNA birgirUSD 5.000
BirgðirEUR 13.764
MarkaðsverðEUR 17.979
Hagnaður (M)EUR 4.215
EUR: Framlegð (M)30,6%

 isk_eur05.png

Afar litlar arðsemissveiflur og engar sem fyrirtækið gæti ekki tekið á sig.  Evran útrýmir nauðsyn þess að gengistengja söluverð.  Hagnaður lárétt lína sem segir að nú er hægt að fara í gerð langtímaáætlana.

isk_eur06.png

 

Stöðug og svipuð framlegð sama hvor leiðin er farin.  Gengishagnaður þegar evra styrkist gegn dal, en það er aukaatriði.

 

isk_eur07.png

 

 

Framlegðarsamanburður

Blá og rauð lína: ISK

Græn og fjólublá: EUR

Svo, vilji fyrirtækin og almenningur stöðugleika þá er EUR betri kostur.  Ef ekki, þá er um að gera að halda í krónuna.

 

Ítarlegri úttekt má finna hér (að vísu á ensku).


mbl.is Engin viðskipti með krónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur krónan í veg fyrir stöðugleika?

Ný grein á IceStat þar sem færð eru rök fyrir tengslum á milli langtíma áætlanagerðar og krónunnar.  Tengdi það við þessa frétt það sem þetta spilar allt saman.
 

mbl.is Sænskir stýrivextir aðeins 0,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Snorri Hrafn Guðmundsson
Snorri Hrafn Guðmundsson
MBA í markaðsfræðum og greiningum frá Suffolk University, Boston (1997).

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband