Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
Miðvikudagur, 6. maí 2009
Viðsnúningur mögulegur
- Innlendir verðbréfasjóðir:113 m.a. (55,4%)
- Erlendir verðbréfasjóðir: 91 m.a. (44,6%)
- Innlendir hlutabréfasjóðir: 5 m.a. (2,5%)
- Innlendir hlutabréfasjóðir: 207 m.a. (97,5%)
- Innlend hlutabréf: 26 m.a. (29,5%)
- Erlend hlutabréf: 62 m.a. (70,5%)
Hlutabréf lækkuðu á Wall Street | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 05:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 5. maí 2009
Loksins
Sent á viðskiptaráðuneyti 21 Jan 2009:
"Ég er nokkuð uggandi vegna yfirvofandi yfirtöku bankanna á fyrirtækjum landsins vegna þess að ég tel þeir gætu hugsanlega gengið of hart fram. Mér finnst ráðlegt að Viðskiptaráðuneytið skipi fulltrúa til þess að fylgjast grannt með þeim málum og sé tengiliður á milli bankanna og stjórnvalda svo unnt sé að samstilla aðgerðir og sjá til þess að raunveruleg uppbygging eigi sér stað.
Það þarf að endurskipuleggja allt hagkerfið og fyrirtækin eru lykillinn að því."
Ég segi bara kominn tími til. Vona að Viðskiptaráðuneytið hafi viðbragðsáætlun tilbúna hvernig eigi að framkvæma þetta. Það er hægt að bjarga ótal fyrirtækjum sé haft eftirlit með starfsháttum bankanna og tryggja þannig áframhaldandi atvinnu. Það er ekki langt í það að hagkerfið taki aftur við sér (nema til komi greiðsluverkfall) og þá gengur ekki að hafa nær óstarfhæf fyrirtæki. Tel að hægt sé að afstýra þrotum með ýmusm aðgerðum.
Gæti þurft umboðsmann skuldara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 4. maí 2009
Hugleiðið næsta skref vandlega
- Sparnaður sparifjáreigenda glatast eða ...
- ... ábyrgð ríkisins setur ríkissjóð á hliðina.
- Lánalínur lokast alveg.
- Fyrirtæki kollsteypast.
- Atvinnuleysi rýkur upp.
- Krónan fer í frjálst fall.
- Óðaverðbólga heldur innreið sína.
- Fasteignaverð hrynur niður í ekkert.
- fengið greiðslukort
- fengið lán eða fyrirgreiðslur
- eignast fasteignir
- stofnað fyrirtæki
Sýnishorn af ráðningarsamningi"Federal, state and self-regulatory organizations require that background checks be conducted in the financial services (i.e., securities, futures, foreign currencies) industry to determine whether or not an individual is statutorily disqualified to work in the financial services industry.""Within the past 10 years, have you made a compromise with creditors, filed a bankruptcy petition or been the subject of an involuntary bankruptcy petition?"
Margir íhuga greiðsluverkfall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 3. maí 2009
Eignarhald innheimtufélaga
Milliuppgjör 2008, bls. 32, Kafli 19: Investment in associates
Uppgjör hinna bankanna gefur slíkt ekki til kynna þó mig gruni sterklega að þeir séu á bakvið þau.
Þetta gerir að verkum að bankinn getur afskrifað lán en samt sem áður innheimt það að viðbættum innheimtukostnaði. Ég ráðlegg fólki að kynna sér fyrningarreglur og hvernig kröfur eru endurnýjaðar. Það er hægt að endurvekja dauða kröfu með einu símtali, þess vegna "Ekki gera ekki neitt" slagorðið. Ef þú gerir ekki neitt er hugsanlegt að krafan falli niður. Ég mæli hvorki með einu né öðru; aðeins að fólk takist á við þetta með því að hafa samband við lögfræðinga og láta þá um málið.
Að flýja skuldir er síðasta úrræði; samt, geri það nægilega margir er kominn 'critical mass' sem örðugt getur reynst að eiga við þar sem hann getur vel orðið að stjórnmálaafli og gerbreytt stöðu mála.
Flestir geta staðið í skilum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 3. maí 2009
Er verðbólga ómarktæk?
"Miklu alvarlegra er þó að nefndin vinnur eftir röngum upplýsingum um verðbólguna, segir í Vísbendingu. Í rökstuðningi nefndarinnar sé miðað við tólf mánaða verðbólgu aftur í tímann í stað þess að miða við verðbólguna eins og hún er í dag. Skautað sé yfir þá staðreynd, eins og hún skipti engu, að vísitala neysluverð lækkaði í mars. Hlutverk nefndarinnar sé ekki að taka saman sögulegar upplýsingar heldur taka vaxtaákvörðun sem geti haft afgerandi áhrif á þróun efnahagslífsins um langa framtíð."
Sent á Neytendastofu 18.9.2007 (útdráttur)[Þessi aðferðarfræði] gerir Neytendastofu kleift að hafa hlaupandi verðlagsvísitölu auk þess sem líkön byggð á grunnupplýsingum uppfærast í rauntíma. Meðalgildi vöruverðs reiknast sjálfkrafa um leið og nýjar upplýsingar berast, sem veitir ekki aðeins dagsverð heldur verðsveiflu innan dags. Nákvæmni rauntímamælinga á verðlagi er mun meiri en sé aðeins tekið tillit til dagsstöðu.
Sent á viðskiptaráherra 5.11.2007"Neytendastofu [var] á fundi 23. ágúst kl. 13:30 [kynnt] tæknilega útfærslu á rafrænum neysluverðskönnunum. Síðan hefur ekki heyrst neitt frá Neytendastofu, þrátt fyrir ítrekuð skilaboð."
- Hagstofa Íslands
- Viðskiptaráðuneytið
- Neytendastofa
"Megintilgangur rannsóknar á útgjöldum heimilanna er að afla upplýsinga sem notaðar eru til að útbúa útgjaldagrunn fyrir vísitölu neysluverðs. Neysluverðsvísitalan hefur mikla þýðingu í efnahagslífinu. Hún er helsti mælikvarði á verðbólgu og er notuð til að reikna út kaupmátt o.fl. Hún er auk þess notuð til að verðtryggja fjárskuldbindingar. Útgjaldasafnið sem vísitalan nær yfir tekur til þeirra útgjalda sem snerta heimilisrekstur og daglegt líf fólks. Til þess að meta áhrif einstakra verðbreytinga á hækkun vísitölunnar þarf upplýsingar um hve mikið vægi hver vara og þjónusta hefur í útgjöldum heimilanna. Þær upplýsingar fást úr rannsókn á útgjöldum heimilanna. Niðurstöðurnar eru einnig notaðar við önnur verkefni svo sem hag- og markaðsrannsóknir."
Ófagleg ákvörðun um vexti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt 4.5.2009 kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Tenglar
Mínir tenglar
Ég
Viðskipti
- IceStat Market Intelligence Ráðgjöf og greiningar
- Myndrænn gagnagrunnur Frítt gagnasafn
- facebook Fréttaveita
- Twitter Fréttatilkynningar
- WordPress Á ensku