Föstudagur, 18. febrúar 2011
Mataræði
Þó ég hafi enga sérstaka þekkingu á lyfjum eða sjúkdómum þá hlýtur blóðfita að myndast vegna mataræðis og lífsstíls. Það verður fróðlegt að hlusta á Kyle Vialli, Matta Ósvald, og heilsukokkinn á Sögu á morgun en þau munu taka á þessu. Svo verður auðvitað magnað að sjá sýningu Yesmine, alltaf verið heillaður af austurlenskri menningu.
Var auk þess að skoða talnaefni varðandi þessi lyfjamál; það er hreinlega of dýrt að skoða ekki aðra möguleika.
Árið 2008 voru yfir 41 þúsund komur til húðlækna og yfir 64 þúsund til lyflækna. Söluverðmæti meltingarfæralyfja í milljónum króna nam 1.044 miljónum árið 1999 (3.787 á mann) en 2.126 miljónum áratug síðar (6.657 á mann; 75,8% aukning).
Söluverðmæti húðlyfja í milljónum króna nam 394 miljónum árið 1999 (1.429 á mann) en 527 miljónum áratug síðar (1.650 á mann; 15,5% aukning). 1999 var notkun meltingarfæralyfja (DDD á 1000 íbúa á dag) 114,9 en áratug síðar 135,9. 1999 var notkun húðlyfja 4,0 en 77,8 áratug síðar.
Einhliða og ófagleg" umræða um blóðfitulyf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 18:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Miðvikudagur, 7. apríl 2010
Aukning atvinnuleysis
Tölur frá Eurostat sýna aukningu atvinnuleysis í febrúar, Danmörk fer úr 7,4% í 7,5%, Finnland úr 8,9% í 9,0%, Frakkland úr 10,0% í 10,1%, Holland úr 3,9% í 4,0%, og Austurríki úr 4,9% í 5,0%. Loks fer þá Lettland úr 21,0% í 21,7%! Atvinnuleysi í Svíþjóð dregst aftur á móti saman úr 9,1% í 9,0%.
Spánn heldur áfram upp á við og fer úr 18,9% í 19,0% á milli mánaða. Tékkland sýnir þá aukningu úr 7,7% í 7,9% og Búlgaría úr 8,5% í 8,7%.
Hægir aftur á vexti á evrusvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt 8.4.2010 kl. 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 12. mars 2010
Milliuppgjör bankanna
Hægt er að skoða bankana sem um ræðir hér. Vinnsla úr milliuppgjörunum beinist aðallega að út- og innlánastarfsemi. Tenglar eru út á PDF uppgjör og aðrar tímaraðir sem tengjast þeirri starfsemi.
Rýmkaði reglur en hefði átt að herða þær | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 15. febrúar 2010
Heimilin eru að brenna inni á tíma
Í fyrsta sinn (frá 31.1.2001, en viðkomandi skjal Seðlabankans nær ekki lengra aftur) er kreditkortavelta hærri en debetkortavelta, eða 52,4% af heildar kortaveltu fyrir janúar 2010. Þetta gefur vísbendingu um lausafjárerfiðleika sem geta fljótlega orðið að allverulegri krísu.
Hægt er að skoða þessar tölur betur hér: Payment intermediation
Aðgangur er frír að vanda. Legg til að þeir sem fari þarna inn slökkvi á fyrstu þremur línunum (rauð, blá, græn), en þetta er gert með því að smella á punktana t.v. við grafið. Setjið svo grafið í MAX (undir grafi).
Er framtíð fyrir íslenskt viðskiptalíf? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 10. febrúar 2010
Spilavíti á Íslandi
Umræðan um spilavíti á Íslandi er á villigötum. Þetta mál þarf að snúast um að ná hingað erlendum gjaldeyri án þess að skapa hliðarvandamál tengdu spilafíkn. Norðurlönd fara vitlaust að þessu þar sem þau veita ríkisborgurum sínum aðgengi að spilavítum og skapa þ.a.l. vandamál heimafyrir, á meðan Monaco, Malta og Nevada fara aðrar leiðir. Er það ekki að ástæðulausu að þessi þrjú svæði banna aðgengi heimamanna að spilavítum og er það lykilatriði í þessu samhengi. Fjárhættuspil auka á vanda heimilanna og ekki er á bætandi.
Sem tekjuleið fyrir ferðaiðnaðinn eru spilavíti þó áhugaverður möguleiki. Þegar tölur Hagstofunnar um gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum 2003 2008 eru skoðaðar kemur fram að aukning erlendra ferðamanna var 3,0% á milli 2007 8. Á sama tíma virðast heildartekjur hafa aukist til muna, eða um 45,5%, og tekjur á ferðamann um 41,3%. Sé tekjutölur settar fram í USD (United States Dollar; $) og meðaltal árs (miðgengi) notað, er heildartekjuaukningin aðeins 3,7% og tekjuaukning á ferðamann 0,7%. Sé svo ERI (Exchange Rate Index; gengisvísitala) notuð (hlutfall Bandaríkjamanna af heildarfjölda ferðmanna hefur dregist saman úr 14,7% 2003 í 8,6% 2008) er heildartekjuaukningin 3,4% og tekjuaukning á ferðamann 0,4%. Hér bráðvantar tölur frá Seðlabanka og Hagstofu um tekjur af ferðamönnum fyrir 2009.
Segjum nú svo að spilavíti hefði verið rekið hér 2008 og að 1% ferðamanna eyddi aukalega því sem samsvaraði ISK (Íslenskar krónur) 100 þúsund, 5% 10 þúsund, og 10% 1 þúsund. Heildartekjuaukningin fer úr 45,5% 2008 í 47,0% og tekjuaukning á ferðamann úr 41,3% í 42,7%. Sett fram í USD fer heildartekjuaukningin úr 3,7% 2008 í 4,7% og tekjuaukning á ferðamann úr 0,7% í 1,7%. Sem viðmið af ERI fer heildartekjuaukningin úr 3,4% 2008 í 4,5% og tekjuaukning á ferðamann úr 0,4% í 1,5%. Tökum þá áhrif af aukningu ferðamanna inn í myndina.
Gefum okkur það að rekstur spilavítis hér hafi haft 5% aukningu ferðamanna til landsins í för með sér sem koma hingað gagngert í þeim tilgangi að eyða að lágmarki 100 þúsund í spilamennsku. Í stað 472.535 ferðamanna fer fjöldinn í 496.162 og af þeim eru 23.627 spilarar í hæsta flokki. Þar sem meðaltekjur á ferðamann voru ISK 156.215 en viðbótareyðsla lægri, breytist aukning úr 42,7% í 40,3% með ISK viðmið, 1,7% í 0,0% með USD viðmið, og 1,5% í -0,3% með ERI viðmið. Heildartekjur af ferðamönnum sýna þó stóru myndina. Aukning heildartekna sett fram sem ISK fer úr 47,0% í 51,7, USD úr 4,7% í 8,1%, og ERI úr 4,5% í 7,8%.
Sé þessum stærðum beitt á útflutning og landsframleiðslu hækkar aukning tekna af ferðamönnum gjaldeyristekjur af útfluttum vörum og þjónustu úr 11,0% í 11,1% og gjaldeyristekjur af VLF úr 5,0% í 5,1%. Sé 5% aukning ferðamanna sem hingað koma í þeim tilgangi að eyða að lágmarki 100 þúsund í spilamennsku bætt inn, nemur hækkun á gjaldeyristekjum af útfluttum vörum og þjónustu 11,4% og gjaldeyristekjur af VLF 5,2%. Um þessi atriði snýst þetta mál.
Ofangreint er sett fram til þess að negla niður hvers vegna spilavíti getur haft góð áhrif á stöðu landsins sé þessu beitt til tekjuöflunar. Takmarka þarf aðgengi að spilavítum þannig að erlent vegabréf þurfi til þess að stunda þar spilamennsku. Aðgengi innlendra aðila að þessum stöðum hefur aftur á móti aukinn kostnað í för með sér og getur þar að auki haft neikvæð áhrif á þjóðfélagið s.s. fjárhagsstöðu heimilanna og aukinna útgjalda vegna aðgerða sem snúa að fyrirbyggjandi vörnum og meðferð gegn spilafíkn.
TÖFLUR
Sérstök lög þyrfti um spilavíti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 18. janúar 2010
Hostelbookers
Markaðssetur vefi í Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 13. nóvember 2009
Ruby og verðlag
Þetta verður áskorun í lagi. Verðlagshækkun í veitingarekstri mældist 9,7% í október; 2009 miðað við 13,7% október 2008 (toppaði í janúar 16,5%). Ruby Tuesday opnaði á Íslandi 1999 og hefur verðlag verið tiltölulega stöðugt síðan (helstu toppar 4,1% í mars 2005 og 7,0% í febrúar 2007). Samsetning matseðilsins (hráefni) og verðlagsmæling (M2-M1)/M1 október 2009 v. október 2008:
MATVÆLI
Hamborgarar (nautakjöt): 5,1% miðað við 1,2% október 2008.
Kjúklingaréttir (fuglakjöt): -2,1% miðað við 15,0% október 2008.
Svínakjöt: -19,0% miðað við 2,5% október 2008.
Lambakjöt: 1,6% miðað við 9,2% október 2008.
Fiskur: 8,4% miðað við 10,0% október 2008.
Skelfiskur og aðrar sjávarafurðir: 7,1% miðað við 64,8% október 2008!
Mjólk: 17,8% miðað við 19,7% október 2008.
Ostur: 14,8% miðað við 21,5% október 2008.
Egg: 18,7% miðað við 14,1% október 2008.
Smjör: 19,8% miðað við 25,9% október 2008.
Blað-, stilkgrænmeti og kryddjurtir: -0,1% miðað við 35,4% október 2008.
Kál: 1,1% miðað við 13,3% október 2008.
Kartöflur: -24,3% miðað við 43,3% október 2008.
Vörur framleiddar úr kartöflum: 14,6% miðað við 36,5% október 2008.
DRYKKIR
Kaffi: 13,8% miðað við 34,3% október 2008.
Kakó: 45,3% miðað við 12,9% október 2008.
Vatn: 14,7% miðað við 14,8% október 2008.
Gosdrykkir: 29,6% miðað við 14,0% október 2008.
Ávaxtasafar: 9,0% miðað við 7,6% október 2008.
Sterk vín: 31,8% miðað við 7,0% október 2008.
Léttvín: 38,4% miðað við 11,9% október 2008.
Áfengur bjór: 31,4% miðað við 12,0% október 2008.
Pilsner og malt: 17,0% miðað við 16,2% október 2008.
Nú bætast svo aukin gjöld vegna skattahækkanahugmynda stjórnvalda við sem gerir þetta reiknidæmi enn erfiðara viðfangs.
Verðlag á norðurlöndum september 2009 v, september 2008 (Eurostat)
Matvæli
Danmörk: -1,5% (sept 2008: 8,6%)
Finnland: 0,8% (sept 2008: 10,2%)
Ísland: 16,2% (sept 2008: 20,5%)
Noregur: 3,8% (sept 2008: 4,7%)
Svíþjóð: 1,7% (sept 2008: 8,0%)
Þetta er þokkalegt verkefni. Vona að vel gangi.
Verðbréfafyrirtækið Arev rekur Ruby Tuesday og A4 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 28. október 2009
CCPMP
CCP flytur bankaviðskipti til MP banka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 2. október 2009
Milliuppgjör bankanna 2004 - 2008
Ef einhver hefur áhuga á milliuppgjörum bankanna 2004 - 2008 þá erum við með þau 'online' á tvennu móti:
Visual DataBase (ásamt hlutföllum, grafísk framsetning)
Fegruðu bankar stöðuna? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 6. maí 2009
Viðsnúningur mögulegur
- Innlendir verðbréfasjóðir:113 m.a. (55,4%)
- Erlendir verðbréfasjóðir: 91 m.a. (44,6%)
- Innlendir hlutabréfasjóðir: 5 m.a. (2,5%)
- Innlendir hlutabréfasjóðir: 207 m.a. (97,5%)
- Innlend hlutabréf: 26 m.a. (29,5%)
- Erlend hlutabréf: 62 m.a. (70,5%)
Hlutabréf lækkuðu á Wall Street | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 05:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Tenglar
Mínir tenglar
Ég
Viðskipti
- IceStat Market Intelligence Ráðgjöf og greiningar
- Myndrænn gagnagrunnur Frítt gagnasafn
- facebook Fréttaveita
- Twitter Fréttatilkynningar
- WordPress Á ensku