Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Tryggingarfelagið Føroyar P/F

Er að skoða erlend tryggingarfélög til samanburðar við innlend í ljósi áhuga Færyeinga hér á landi.

Stærð færeyska félagsins í samanburði við allan innlenda tryggingarmarkaðinn (12 félög; DKK umreiknað í ISK á gengi 30; fjárhæðir í ISK miljónum).

 

Tryggingarfelagið Føroyar P/F (TF): Ársuppgjör 2007

 

Assets16.101
Liabilities7.093
Equity9.008
Premiums6.868
Claims5.550
Debt ratio (%)44,05%
Equity ratio (%)55,95%
Claims ratio (%)80,81%

 

Innlend tryggingarfélög (IS12): Ársuppgjör 2007

 

Assets159.797
Liabilities95.602
Equity64.195
Premiums30.198
Claims25.823
Debt ratio (%)59,83%
Equity ratio (%)40,17%
Claims ratio (%)85,51%

 

Stærðarmunur (TF/IS12): Ársuppgjör 2007

 

Assets10,08%
Liabilities7,42%
Equity14,03%
Premiums22,74%
Claims21,49%

 

Innlendu 3 stærstu: Ársuppgjör 2007

 Sjóvá-AlmennarTMVÍS
Assets54.02346.72331.250
Liabilities42.725 21.426 21.014
Equity11.29925.29710.236
Premiums9.401 7.348 10.101
Claims7.825 7.022 8.798
Debt ratio (%)79,09%45,86%67,25%
Equity ratio (%)20,91%54,14%32,75%
Claims ratio (%)83,24%95,56%87,10%

 

Stærð TF miðað við einstök félög: Ársuppgjör 2007

 Sjóvá-AlmennarTMVÍS
Assets29,80%34,46%51,52%
Liabilities16,60%33,10%33,75%
Equity79,73%35,61%88,00%
Premiums73,05%93,46%67,99%
Claims70,92%79,04%63,08%

Þetta getur orðið nokkuð stór biti fyrir TF sérstaklega í ljósi þess að iðgjaldagreiðslur munu dragast saman þegar efnahagsástandið harðnar frekar.  Í fljótu bragði virðist TM vera sterkasti fjárfestingarkosturinn.  Eiginfjár- og skuldahlutföll eru í lagi og markaðshlutdeildin nægilega mikil. Sjóvá gæti þó fengist á betra verði með yfirtöku skulda, en skuldahlutfallið þar er hátt og eiginfjárhlutfallið lágt sem veit ekki á gott. VÍS liggur mitt á milli en er með mesta markaðshlutdeild.

 

Markaðshlutdeild: Ársuppgjör 2007

 

 Sjóvá-AlmennarTMVÍS
Premiums31,13%24,33%33,45%

Samtals 88,9% af heildarmarkaði.

 

Annað sem tengist því sem ég að velta fyrir mér.

 

Fólksfjöldi 2008

 

 FaeroesIcelandDenmarkUK
Population50.000 315.000 5.500.000 60.000.000
Magnitude (x)NA6 17 11
Magnitude (%)NA15,9%5,7%9,2%

 

Vöruskiptahlutfall (Færeyjar/Ísland) í árslok 2008

Exports fobImports fob
25,8% 33,6%

 

Verður fróðlegt að fylgjast með framvindunni.


Semsagt eignarréttur afnuminn

Þetta eru engan veginn sanngjarnar aðferðir gegn þeim sem ekki komu sér í þessa stöðu og beinast að því að láta einn hóp fá verðmæti umfram annan.  Í kunningjahópnum er ein fjölskylda (A) í erfiðleikum vegna skuldastöðu vegna þess að keypt var eign langt umfram getu og þörf.  Þaðrer einnig önnur fjölskylda (B) sem á ekki í erfiðleikum vegna skuldastöðu vegna þess að keypt var eign innan við getu og þörf.

Á B nú að horfa upp á það að A fær stærri eign á sama verði á B? Þessar tvær fjölskyldur sem tengst hafa sterkum böndum í áratugi eru að skella saman stál í stál þar sem B sættir sig ekki við þetta.

Hvað gerist svo þegar hagkerfið snýst við aftur til betri vegar og verðmæti eigna eykst á ný.  A er þá með verðmætari eign á 20% afslætti en B sem alveg út úr kortinu. Mun A greiða aukaskatt af söluandvirði eignarinnar í framtíðinni sem vegur á móti 20% afslætti í dag?  Ef það væri, fínt, það má lifa við það. Ef ekki, á B rétt á greiðslu frá hinu opinbera sem nemur meðaltals afskriftarupphæð eða, sem væri ákjósanlegra þar sem sem hvetur til framleiðni, skattaívilnana sem nemur sömu upphæð.

Ég vek athygli á svipuðu dæmi fyrir 50 - 60 árum síðan þegar Framsókn afskrifaði skuldir bænda til þess að hjálpa þeim.  Afi, sem unnið hafði í ár fyrir einn bóndann, missti nær aleiguna á þeirri aðgerð.  Þetta er keimlíkt því.

Eins og ég sagði, það er nóg til af eignum lausum sem verðmetnar eru 20% lægra en eignir skuldara í erfiðleikum.  Það þarf að færa þennan hóp niður um skuldastig, semsagt í 20% verðminni eignir, og málið er dautt. Það þarf að leysa þetta mál en leysa það sanngjarnt. Þetta hefur alla burði þess að verða hitamál og getur vel farið að búsáhaldabyltingin verði sem forleikur að mun stórfelldari mótmælum fari þessi afskriftarhugmynd í gegn.


mbl.is Tryggvi Þór: 20% af skuldum heimilanna verði felldar niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meðalskuld fyrirtækis og heimilis

Verðbólgumælingin er vafasamur mælikvarði sem er hugsanlega að stórskaða bæði heimilin og fyrirtækin.  Það er tæknilega séð ekkert því til fyrirstöðu að beinstengja kassakerfin og ná fram rauntímakvörðum sem stilla saman hvað er verslað og á hvaða verði.  VNV inniheldur vörur sem eru lítið keyptar eins og er en setja verðbólgu mun hærra en hún í raun og veru er.  Ég er á þeirri skoðun að sé tekin inn neyslubreyting sé verðbólga innan við 15%.

Var svo að skoða skuldahlutfall milli Innistæða og Lána heimila og fyrirtækja.  Séu heildarinnistæður heimila og banka dregnar frá heildarlánum (og þá lán/innistæðu til þess að ná fram hlutfallinu) var staðan svona í desember 2003:

  • Heimili: -84 ma (mínus táknar að innistæður voru umfram skuldir); skuldahlutfall 69,0
  • Fyrirtæki: 458 ma; skuldahlutfall 472,3%

Í september 2008,var staðan orðin þessi:

  • Heimili: 369 ma; skuldahlutfall 155,9%
  • Fyrirtæki: 1,720 ma; skuldahlutfall 749,3%

Séu verðtryggð lán skoðuð, er staðan þessi í desember 2003:

  • Heimili: -8 ma; skuldahlutfall 92,0
  • Fyrirtæki: 93 ma; skuldahlutfall 546,3%

Í september 2008,var staðan orðin þessi:

  • Heimili: 502 ma; skuldahlutfall 508,0%
  • Fyrirtæki: 164 ma; skuldahlutfall 696,9%
Svo koma hin ógnvænlegu gjaldmiðlalán. Desember 2003:
  • Heimili: -1 ma; skuldahlutfall 89,5%
  • Fyrirtæki: 304 ma; skuldahlutfall 1629,8%

Í september 2008 er staðan svo orðin þessi (og hvernig eigi að koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot og met atvinnuleysi verður ekki auðvelt):

  • Heimili: 239 ma; skuldahlutfall 825,9%
  • Fyrirtæki: 1,408 ma; skuldahlutfall 4578,8%!!!
Úttektina ásamt gröfum má nálgast hér: Leverage.pdf

Að lokum: Hugmyndir Framsóknar um 20% niðurfellingu á skuldum er alveg út úr kortinu.  Sé þetta gert, eiga þeir sem bera önnur lán rétt á hinu sama, s.s. námsmenn á LÍN lánum.  Þeir sem skulda svo ekkert eiga kröfu að fá meðalupphæð greidda beint inn á eigin reikning.  Sanngirnis verður að gæta í svona aðgerðum, en nái þessi þvæla fram að ganga leggst hagkerfið endanlega á hliðina.

mbl.is Ástæðulaust að bíða með afnám verðtryggingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Snorri Hrafn Guðmundsson
Snorri Hrafn Guðmundsson
MBA í markaðsfræðum og greiningum frá Suffolk University, Boston (1997).

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband