Leita í fréttum mbl.is

Aukalega varðandi útlán lífeyrissjóða

HouseholdCredit1Q08aÞað væri gaman ef Seðlabankinn gæti farið að birta skuldir heimilanna fyrir annan ársfjórðung 2008 til samanburðar við þetta. Upplýsingar þurfa að berast hratt og helst ekki vera orðnar úreltar þegar þær loks láta á sér kræla.  Ef menn eru ekki með það á hreinu þá eru liðnir 49 dagar frá því öðrum ársfjórðungi lauk (30 júní) og alveg tímabært að fá þessar tölur, enda mikið um þær spurt.
 
Nóg um það; mér fannst gröfin svo flott að ég hreinlega varð að henda þeim hérna inn. Bláa línan eru skuldir heimilanna við bankakerfið en sú rauða við lífeyrissjóði. Bláir og rauðir stöplar eru svo hlutfallslegar breytingar á milli tímabila. Jukust skuldir heimilanna við bankakerfið um 152,3%, en við lífeyrissjóði drógust þær saman um 68.9%.
HouseholdCredit1Q08b Graf tvö sýnir svo hlutfall skulda við bankakerfið og lífeyrissjóði af heildarskuldum heimilanna við lánakerfið. Eins og staðan var á fyrsta ársfjórðungi mældist fylgni þessara tveggja liða -0,67. Er allt útlit fyrir að sú fylgni aukist þegar Seðlabankinn birtir loks tölur fyrir annan ársfjórðung, en sé önnur stærðin þekkt má áætla hina með því að nota fylgnistuðul.
 
Hef annars ekkert meira um þetta að segja nema það að ég vil fara að fá uppfærðar tölur.

mbl.is Lífeyrissjóðir hafa lánað 14 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Snorri Hrafn Guðmundsson
Snorri Hrafn Guðmundsson
MBA í markaðsfræðum og greiningum frá Suffolk University, Boston (1997).

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband